Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 16:04 Íslendingar kynntust fyrst C-17 Globemaster-herflutningaþotunni þegar slík vél flutti háhyrninginn Keiko til Vestmannaeyja árið 1998. Þetta er langstærsta flugvél sem lent hefur í Eyjum og raunar einnig á Reykjavíkurflugvelli. U.S. Air Force/Shane A. Cuomo. Fimm bandarískar Boeing C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar og von var á síðustu flutningaþotunum í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem af hálfu Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Bandaríska flugsveitin flaug til landsins frá Bretlandi með fjórtán F-15 orustuþotur. Búast má við að þær hefji sig til flugs frá Keflavík í fyrramálið. Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar.Mynd/Landhelgisgæslan. Auk Suðurnesjamanna munu Eyfirðingar og Héraðsbúar líklega verða varir við orustuþoturnar næstu vikuna en gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum fram til 16. október, ef veður leyfir. Áformað er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi og eistneska flughernum. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en fyrstu liðsmenn hennar komu til landsins í síðustu viku. Auk landamæraskimunar fara þeir allir í tveggja vikna vinnusóttkví að lokinni fyrstu skimun. Fyrir ári æfði Bandaríkjaher hraða eldisneytisáfyllingu á B-2 sprengjuþotu í Keflavík. Hér má lesa frétt af því þegar Boeing C-17 Globemaster lenti í Reykjavík fyrir sex árum: Hér má rifja upp fræga lendingu þessarar risaþotu með Keikó á Heimaey fyrir 22 árum: NATO Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Utanríkismál Landhelgisgæslan Norðurslóðir Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Fimm bandarískar Boeing C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar og von var á síðustu flutningaþotunum í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, sem af hálfu Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Bandaríska flugsveitin flaug til landsins frá Bretlandi með fjórtán F-15 orustuþotur. Búast má við að þær hefji sig til flugs frá Keflavík í fyrramálið. Fjórtán bandarískar orustuþotur af gerðinni F-15 eru komnar til Keflavíkurflugvallar.Mynd/Landhelgisgæslan. Auk Suðurnesjamanna munu Eyfirðingar og Héraðsbúar líklega verða varir við orustuþoturnar næstu vikuna en gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum fram til 16. október, ef veður leyfir. Áformað er að loftrýmisgæslunni ljúki fyrir lok mánaðarins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Þýskalandi og eistneska flughernum. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en fyrstu liðsmenn hennar komu til landsins í síðustu viku. Auk landamæraskimunar fara þeir allir í tveggja vikna vinnusóttkví að lokinni fyrstu skimun. Fyrir ári æfði Bandaríkjaher hraða eldisneytisáfyllingu á B-2 sprengjuþotu í Keflavík. Hér má lesa frétt af því þegar Boeing C-17 Globemaster lenti í Reykjavík fyrir sex árum: Hér má rifja upp fræga lendingu þessarar risaþotu með Keikó á Heimaey fyrir 22 árum:
NATO Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Utanríkismál Landhelgisgæslan Norðurslóðir Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30
Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. 2. júní 2020 13:35
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45