Harmar vantraustsyfirlýsingu Snigla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 09:58 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni. „Okkur finnst þetta mjög leitt og höfum lagt áherslu á að vinna með öllum okkar vegfarendahópum þannig að við hörmum það,“ sagði Bergþóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Yfirlýsing sniglanna var gefin út í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttsins Kveiks um ástand vegakerfisins á Íslandi og var meðal annars fjallað um banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Vegagerðin hafi brugðist við á þrennan hátt Athygli beindist fljótt að malbikinu sem þá hafði nýlega verið lagt á vegkaflanum og þótti of sleipt og segir Bergþóra að malbikið hafi ekki staðist þær kröfur sem settar voru af Vegagerðinni í útboðinu til verksins. Nokkrum dögum eftir slysið var nýtt malbik lagt á vegkaflann þar sem slysið varð Bergþóra sagði í gær að brugðist hafi verið hjá Vegagerðinni á þrennan hátt. „Í fyrsta lagi með því að taka utan um þennan stað þar sem slysið varð og gera viðeigandi ráðstafanir þar um leið og við áttuðum okkur á því. Síðan fórum við í það að endurskoða alla þá parta sem voru hluti af þessu útboði, þetta útboð tók yfir fimm vegkafla. Þeir hafa allir verið fjarlægðir nema einn sem stenst sannarlega kröfur, og hefur verið lagt á þá nýtt malbik,“ sagði Bergþóra. Þriðja liðinn sagði hún vera endurskoðun á öllum verklagsreglum og ferlum Vegagerðarinnar og mun þeirri endurskoðun ljúka nú um áramótin að sögn Bergþóru. „Markmiðið með þeirri endurskoðun er auðvitað að sjá hvað við getum gert betur og hvernig getum við fylgt þeim verktökum sem vinna fyrir okkur betur eftir. Hvernig getum við veitt betri upplýsingar, meiri stuðning og meira yfirlit?“ Allir nýir vegkaflar standast viðnámspróf Í ályktun Snigla segir að fleiri slys hafi orðið á hringtorgum í borginni sem hafi ítrekað verið kvartað undan en að hálkuskilti hafi verið sett upp við flest, ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti. Bergþóra segir verklagsreglur segja til um það að hálkuskilti skuli sett upp þar sem áhyggjur eru uppi um að hált geti orðið til dæmis í rigningu. Allir vegkaflar sem hafi verið lagðir í sumar hafi verið viðnámsmældir. Allir þeir kaflar sem hafi fallið á viðnámsprófinu hafi verið hluti af verkinu sem Kjalarness-verkið var hluti af, og hafi þeir allir verið fjarlægðir og lagðir upp á nýtt. Þeir standist nú allir viðnámspróf. „Það breytir því ekki að þó að kafli standist viðnámspróf þá getur upplifun alveg verið sú að hann sé háll, þá sérstaklega í rigningu. Við vitum líka alveg að nýtt malbik er hálla en gamalt malbik og það er erfitt að gera eitthvað við því,“ sagði Bergþóra. Samgöngur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49 Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Forstjóri Vegagerðarinnar harmar vantraustsyfirlýsingu sem stjórn Snigla, samtök áhugamanna um öruggan akstur bifhjóla, lýstu yfir á hendur stofnuninni og Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra hennar, í vikunni. „Okkur finnst þetta mjög leitt og höfum lagt áherslu á að vinna með öllum okkar vegfarendahópum þannig að við hörmum það,“ sagði Bergþóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Yfirlýsing sniglanna var gefin út í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttsins Kveiks um ástand vegakerfisins á Íslandi og var meðal annars fjallað um banaslys sem varð á Kjalarnesi í sumar þegar bifhjól og bíll skullu saman. Tvö létust í slysinu og einn slasaðist. Vegagerðin hafi brugðist við á þrennan hátt Athygli beindist fljótt að malbikinu sem þá hafði nýlega verið lagt á vegkaflanum og þótti of sleipt og segir Bergþóra að malbikið hafi ekki staðist þær kröfur sem settar voru af Vegagerðinni í útboðinu til verksins. Nokkrum dögum eftir slysið var nýtt malbik lagt á vegkaflann þar sem slysið varð Bergþóra sagði í gær að brugðist hafi verið hjá Vegagerðinni á þrennan hátt. „Í fyrsta lagi með því að taka utan um þennan stað þar sem slysið varð og gera viðeigandi ráðstafanir þar um leið og við áttuðum okkur á því. Síðan fórum við í það að endurskoða alla þá parta sem voru hluti af þessu útboði, þetta útboð tók yfir fimm vegkafla. Þeir hafa allir verið fjarlægðir nema einn sem stenst sannarlega kröfur, og hefur verið lagt á þá nýtt malbik,“ sagði Bergþóra. Þriðja liðinn sagði hún vera endurskoðun á öllum verklagsreglum og ferlum Vegagerðarinnar og mun þeirri endurskoðun ljúka nú um áramótin að sögn Bergþóru. „Markmiðið með þeirri endurskoðun er auðvitað að sjá hvað við getum gert betur og hvernig getum við fylgt þeim verktökum sem vinna fyrir okkur betur eftir. Hvernig getum við veitt betri upplýsingar, meiri stuðning og meira yfirlit?“ Allir nýir vegkaflar standast viðnámspróf Í ályktun Snigla segir að fleiri slys hafi orðið á hringtorgum í borginni sem hafi ítrekað verið kvartað undan en að hálkuskilti hafi verið sett upp við flest, ef ekki öll þessi hringtorg í tilraun til að losa Vegagerðina undan ábyrgð í stað þess að malbika upp á nýtt með réttum hætti. Bergþóra segir verklagsreglur segja til um það að hálkuskilti skuli sett upp þar sem áhyggjur eru uppi um að hált geti orðið til dæmis í rigningu. Allir vegkaflar sem hafi verið lagðir í sumar hafi verið viðnámsmældir. Allir þeir kaflar sem hafi fallið á viðnámsprófinu hafi verið hluti af verkinu sem Kjalarness-verkið var hluti af, og hafi þeir allir verið fjarlægðir og lagðir upp á nýtt. Þeir standist nú allir viðnámspróf. „Það breytir því ekki að þó að kafli standist viðnámspróf þá getur upplifun alveg verið sú að hann sé háll, þá sérstaklega í rigningu. Við vitum líka alveg að nýtt malbik er hálla en gamalt malbik og það er erfitt að gera eitthvað við því,“ sagði Bergþóra.
Samgöngur Samgönguslys Reykjavík síðdegis Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49 Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ á Vegagerðina Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld. 8. október 2020 23:49
Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur Miklu munaði á að malbik sem lagt var á kafla á Kjalarnesi í sumar stæðist kröfur. Tveir létust á hálu malbikinu í sumar og leiða niðurstöður rannsóknar í ljós að hvorki kröfum um hemlunarviðnám hafi verið fullnægt né kröfum um holrýmd. Kaflinn hefur verið malbikaður upp á nýtt. 6. október 2020 17:09