„Ég deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 12:59 Ragnar Freyr yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar. Vísir Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. Hann segir að mikilvægt sé að fólk geri sér grein fyrir því hve margir flokkist í raun í áhættuhóp gegn kórónuveirunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, sagði í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun að vissulega kæmist mikill meirihluti fólks í gegn um erfiðasta hluta veikindanna sem fylgja Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar farnist ákveðnum hópi fólks illa eftir veikindin, sem megi ekki gleyma. „Það er ákveðinn hópur sem glímir við langvinn eftirköst og það er rannsóknarefni sem er í gangi núna og á komandi mánuðum,“ segir Ragnar Freyr. Varhugavert að fólk vilji fá veiruna til að „klára það af“ Hann segir að fólk þurfi að fara varlega telji það að best sé að fá bara veiruna og „klára það af.“ „Fólk þarf að setjast niður og reikna. Hvað þýðir það?“ spyr Ragnar. Hann segir að rannsókn Decode á faraldrinum sem Landspítalinn tók þátt í hafi leitt í ljós að um eitt prósent þjóðarinnar hafi smitast af veirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Þá hafi 115 manns lagst inn á sjúkrahús, næstum þrjátíu hafi farið á gjörgæslu, 26 hafi farið í öndunarvél og tíu dáið. „Ef maður brýtur þetta niður per þúsund einstaklinga, þá þýðir þetta að um þrjátíu leggist inn á sjúkrahús, sjö fari á gjörgæslu og þrír deyi. Svo geturðu bara margfaldað. Ef við horfum á gögnin úr núverandi bylgju verðum við að gefa gaum á því að meðalaldur þess fólks sem núna er veikt er næstum tíu árum yngra. Það hefur dramatísk áhrif,“ segir Rangar. „Hvað ef tíu prósent þjóðarinnar veikist?“ Í þessari bylgju faraldursins segir hann rúmlega þúsund hafa veikst, um 35 til 40 lagst á sjúkrahús og þrír í öndunarvél en sem betur fer enginn dáið. „En hvað ef tíu prósent þjóðarinnar veikist? 36.700 manns. Þá erum við komin upp í 1200 innlagnir á spítala. Heldur einhver í alvöru að við eigum 1200 pláss „stand-by“ á næstu mánuðum? Nei, við erum að vinna með 10 til 20 pláss á hverjum einasta degi.“ Þá segir hann málflutning þeirra sem vilja meira frelsi í samfélaginu umhugsunarefni. „Ég vissulega deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi. Ég velti því mikið fyrir mér hver kostnaður verður af þessari bylgju, bæði beinn og afleiddur. En þá verður maður að hugsa að maður verður að geta varið viðkvæmu hópana,“ segir hann. Mikilvægt að velta því upp hvað gerist ef fjandanum er hleypt lausum „En hvað eru margir í þessum viðkvæmu hópum? Það eru 2.644 hjúkrunarrými á landinu, sykursjúkir eru 14.186, krabbameinssjúkir sem hafa lifað af meðferð og eru lifandi í dag eru yfir 10 þúsund. Hjarta- og æðasjúklingar telja tugþúsundi og svo mætti lengi telja,“ segir Ragnar. „Það skiptir rosalega miklu máli að maður hugsi hvað það þýðir ef við hleypum fjandanum lausum, eða reynum bara að lifa með þessu. Hvað ef veiran sleppur óheft inn á elliheimili? Við höfum svarið, við vitum hvað gerist ef veiran fær að fara óheft um samfélagið.“ Hann segir það skyldu þeirra sem frískir eru að vernda þá hópa samfélagsins sem veikir eru fyrir. „Það er mælikvarði á samfélagið sem við búum í, þegar við sem erum frísk og getum tökum að okkur og verjum hina sem minna mega sín. Það er mælikvarði á gott samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bakaríið Tengdar fréttir Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. 10. október 2020 10:21 Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar segir það skyldu þeirra sem eru frískir að verja þá sem eru veikari fyrir. Það sé mælikvarði á gott samfélag. Hann segir að mikilvægt sé að fólk geri sér grein fyrir því hve margir flokkist í raun í áhættuhóp gegn kórónuveirunni. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, sagði í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun að vissulega kæmist mikill meirihluti fólks í gegn um erfiðasta hluta veikindanna sem fylgja Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar farnist ákveðnum hópi fólks illa eftir veikindin, sem megi ekki gleyma. „Það er ákveðinn hópur sem glímir við langvinn eftirköst og það er rannsóknarefni sem er í gangi núna og á komandi mánuðum,“ segir Ragnar Freyr. Varhugavert að fólk vilji fá veiruna til að „klára það af“ Hann segir að fólk þurfi að fara varlega telji það að best sé að fá bara veiruna og „klára það af.“ „Fólk þarf að setjast niður og reikna. Hvað þýðir það?“ spyr Ragnar. Hann segir að rannsókn Decode á faraldrinum sem Landspítalinn tók þátt í hafi leitt í ljós að um eitt prósent þjóðarinnar hafi smitast af veirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Þá hafi 115 manns lagst inn á sjúkrahús, næstum þrjátíu hafi farið á gjörgæslu, 26 hafi farið í öndunarvél og tíu dáið. „Ef maður brýtur þetta niður per þúsund einstaklinga, þá þýðir þetta að um þrjátíu leggist inn á sjúkrahús, sjö fari á gjörgæslu og þrír deyi. Svo geturðu bara margfaldað. Ef við horfum á gögnin úr núverandi bylgju verðum við að gefa gaum á því að meðalaldur þess fólks sem núna er veikt er næstum tíu árum yngra. Það hefur dramatísk áhrif,“ segir Rangar. „Hvað ef tíu prósent þjóðarinnar veikist?“ Í þessari bylgju faraldursins segir hann rúmlega þúsund hafa veikst, um 35 til 40 lagst á sjúkrahús og þrír í öndunarvél en sem betur fer enginn dáið. „En hvað ef tíu prósent þjóðarinnar veikist? 36.700 manns. Þá erum við komin upp í 1200 innlagnir á spítala. Heldur einhver í alvöru að við eigum 1200 pláss „stand-by“ á næstu mánuðum? Nei, við erum að vinna með 10 til 20 pláss á hverjum einasta degi.“ Þá segir hann málflutning þeirra sem vilja meira frelsi í samfélaginu umhugsunarefni. „Ég vissulega deili öllum áhyggjum af efnahag landsins og skertu frelsi. Ég velti því mikið fyrir mér hver kostnaður verður af þessari bylgju, bæði beinn og afleiddur. En þá verður maður að hugsa að maður verður að geta varið viðkvæmu hópana,“ segir hann. Mikilvægt að velta því upp hvað gerist ef fjandanum er hleypt lausum „En hvað eru margir í þessum viðkvæmu hópum? Það eru 2.644 hjúkrunarrými á landinu, sykursjúkir eru 14.186, krabbameinssjúkir sem hafa lifað af meðferð og eru lifandi í dag eru yfir 10 þúsund. Hjarta- og æðasjúklingar telja tugþúsundi og svo mætti lengi telja,“ segir Ragnar. „Það skiptir rosalega miklu máli að maður hugsi hvað það þýðir ef við hleypum fjandanum lausum, eða reynum bara að lifa með þessu. Hvað ef veiran sleppur óheft inn á elliheimili? Við höfum svarið, við vitum hvað gerist ef veiran fær að fara óheft um samfélagið.“ Hann segir það skyldu þeirra sem frískir eru að vernda þá hópa samfélagsins sem veikir eru fyrir. „Það er mælikvarði á samfélagið sem við búum í, þegar við sem erum frísk og getum tökum að okkur og verjum hina sem minna mega sín. Það er mælikvarði á gott samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bakaríið Tengdar fréttir Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. 10. október 2020 10:21 Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. 10. október 2020 10:21
Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55
Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50