Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans.
Þar kemur einni fram að 25 liggi nú inni vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu en tveir þeirra eru í öndunarvél.
Í sóttkví eru 83 starfsmenn spítalans, en 26 eru í einangrun.
Í gær greindust 87 með kórónuveiruna hér innanlands. Fjöldi þeirra sem greinst hafa frá upphafi er því 3.460.