Lífið

„Þessi staða er ógeðslegasta staða í heimi og ég finn fyrir rosalega miklum fordómum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rætt verður við Guðrúnu Björgu í Fósturbörnum á Stöð 2 í kvöld. 
Rætt verður við Guðrúnu Björgu í Fósturbörnum á Stöð 2 í kvöld. 

„Halló, er hann heima? Nei hann er ekki heima núna, hann er farinn. Hvert er hann farinn?,“ segir Guðrún Björg sem kláraði viðskiptafræði í einum virtasta háskóla Kaupmannahafnar, var ekki óreglumanneskja en missti þó þrjú börn sín frá sér. Fjallað verður um mál Guðrúnar í Fósturbörnum á Stöð 2 í kvöld. Hún fær lítið að hitta þau og er ósátt við kerfið. Hún segist oftar en ekki hafa hugsað út það að enda líf sitt sérstaklega eftir að vinir barnanna komu og spurðu eftir þeim.

„Krakkarnir í hverfinu mínu þekkja alveg börnin mín. Svo hægt og rólega segir maður að hann sé farinn í bili og seinna segir maður, hann er farinn í fóstur og kemur ekki aftur, til þess að krakkarnir hætti að hringja og spyrja eftir börnunum. Þessi staða er ógeðslegasta staða í heimi og ég finn fyrir rosalega miklum fordómum. Maður hefur líka rosalega mikla fordóma gagnvart sjálfum sér og maður er reiður út í sjálfan sig. Maður verður að reyna fyrirgefa sér og vonar að börnin geti fyrirgefið sér.“

Í öðum þætti af Fósturbörnum á Stöð 2 í kvöld fá áhorfendur að kynnast Guðrúnu, heyra sögu hennar en einnig fósturforeldra barna hennar og fá að heyra hvað börnin vilja sjálf.

Klippa: Erfitt þegar spurt er eftir börnunum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×