Ökutæki mögulega á ferðinni við vettvang þegar eldurinn var hvað mestur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 10:16 Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn brunans. Vísir/vilhelm Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. Þá telur sjónarvottur að bifreið hafi verið ekið við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögregla eftir upplýsingum frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Karlmaður lést í brunanum sem varð í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að um klukkan 23:30 var reynt að tilkynna Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi í landi Torfastaða. „Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri hafa nú haft samband við lögreglu með upplýsingar um málið. Tímasetning brunans liggur nú fyrir og því óskar lögregla sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd á tímabilinu frá því um klukkan 22 og til miðnættis á föstudagskvöldið. Þá er sá sem hringdi í Neyðarlínu sagður hafa talað sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur. Lögregla óskar eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Upplýsingum má koma til lögreglu í síma 444-2000, á Facebook eða í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gat ekki veitt aðrar upplýsingar um málið nú á ellefta tímanum en að það væri í rannsókn. Sá hluti málsins er snýr að tilkynningu til Neyðarlínu er á borði embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. Þá telur sjónarvottur að bifreið hafi verið ekið við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögregla eftir upplýsingum frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Karlmaður lést í brunanum sem varð í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að um klukkan 23:30 var reynt að tilkynna Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi í landi Torfastaða. „Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri hafa nú haft samband við lögreglu með upplýsingar um málið. Tímasetning brunans liggur nú fyrir og því óskar lögregla sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd á tímabilinu frá því um klukkan 22 og til miðnættis á föstudagskvöldið. Þá er sá sem hringdi í Neyðarlínu sagður hafa talað sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur. Lögregla óskar eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Upplýsingum má koma til lögreglu í síma 444-2000, á Facebook eða í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gat ekki veitt aðrar upplýsingar um málið nú á ellefta tímanum en að það væri í rannsókn. Sá hluti málsins er snýr að tilkynningu til Neyðarlínu er á borði embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46
Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58