Þegar lífið fer á hvolf Katrín Edda Snjólaugsdóttir skrifar 13. október 2020 15:00 Greining lífsógnandi sjúkdóms setur tilveru þess sem veikist og fjölskyldu hans á hvolf. Í því ferli sem tekur við er viðeigandi að beita hugmyndafræði líknarmeðferðar. Margir tengja orðið líkn við dauða og að líknarmeðferð sé einungis veitt er þeim sem eru dauðvona en í raun snýst líknarmeðferð um lífið sjálft. Þess vegna vilja margir frekar kalla hana stuðningsmeðferð en líknarmeðferð, þar sem stuðningsmeðferð er í huga margra mildara orð og auðveldara að tengja það frá dauðanum. Líkn er í raun afar fallegt hugtak sem felur í sér að vilja lina þjáningar og er því í sjálfu sér ekki tengd dauðanum heldur lífinu sjálfu þó svo litið sé á dauðann sem eðlilegt ferli. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans um líknarmeðferð hefur meðferðin þróast frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok, í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi. Markmið hennar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, félagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við bestu mögulegu lífsgæði. Þannig er hægt að veita líknarmeðferð samhliða læknanlegum sjúkdómi og snýr þá meðferðin að lina einkenni en vægi líknarmeðferðar eykst síðan eftir framgangi sjúkdóms. Samtal um óskir og væntingar einstaklingsins er mikilvægur þáttur líknarmeðferðar, þar sem rætt er um við hverju megi búast og hvað er einstaklingnum mikilvægast. Í slíku samtali fær einstaklingur með lífsógnandi sjúkdóm tækifæri til ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um óskir sínar og lífsgildi sem hafa á að leiðarljósi í ákvörðun um umönnun og meðferð. Mikilvægt er að það samtal eigi sér stað áður en einstaklingurinn verður of veikur til að taka ákvarðanir. Líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að þeim veika heldur felur hún einnig í sér að meta líðan og þarfir fjölskyldunnar og styðja hana við að takast á við breyttar aðstæður með áherslu á lífsgæði. Líknarmeðferð felur ekki í sér að flýta yfirvofandi dauða heldur að hlúa heildrænt að þeim veika og aðstandendum hans. Nálgun hennar er einstaklingsmiðuð og felur í sér að draga úr einkennum eins og verkjum og veita stuðning í samræmi þarfir þeirra sem hana hljóta. Líknarmeðferð lýkur ekki við andlát heldur felur hún einnig í sig eftirfylgd við þá sem eftir lifa. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans. Heimild: Landspítali (2017). Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Greining lífsógnandi sjúkdóms setur tilveru þess sem veikist og fjölskyldu hans á hvolf. Í því ferli sem tekur við er viðeigandi að beita hugmyndafræði líknarmeðferðar. Margir tengja orðið líkn við dauða og að líknarmeðferð sé einungis veitt er þeim sem eru dauðvona en í raun snýst líknarmeðferð um lífið sjálft. Þess vegna vilja margir frekar kalla hana stuðningsmeðferð en líknarmeðferð, þar sem stuðningsmeðferð er í huga margra mildara orð og auðveldara að tengja það frá dauðanum. Líkn er í raun afar fallegt hugtak sem felur í sér að vilja lina þjáningar og er því í sjálfu sér ekki tengd dauðanum heldur lífinu sjálfu þó svo litið sé á dauðann sem eðlilegt ferli. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans um líknarmeðferð hefur meðferðin þróast frá því að vera eingöngu meðferð sem beitt er við lífslok, í meðferð sem er veitt í öllu sjúkdómsferlinu og hefst við greiningu á lífsógnandi og alvarlegum sjúkdómi. Markmið hennar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, félagslegri og andlegri vanlíðan og styðja við bestu mögulegu lífsgæði. Þannig er hægt að veita líknarmeðferð samhliða læknanlegum sjúkdómi og snýr þá meðferðin að lina einkenni en vægi líknarmeðferðar eykst síðan eftir framgangi sjúkdóms. Samtal um óskir og væntingar einstaklingsins er mikilvægur þáttur líknarmeðferðar, þar sem rætt er um við hverju megi búast og hvað er einstaklingnum mikilvægast. Í slíku samtali fær einstaklingur með lífsógnandi sjúkdóm tækifæri til ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um óskir sínar og lífsgildi sem hafa á að leiðarljósi í ákvörðun um umönnun og meðferð. Mikilvægt er að það samtal eigi sér stað áður en einstaklingurinn verður of veikur til að taka ákvarðanir. Líknarmeðferð snýr ekki eingöngu að þeim veika heldur felur hún einnig í sér að meta líðan og þarfir fjölskyldunnar og styðja hana við að takast á við breyttar aðstæður með áherslu á lífsgæði. Líknarmeðferð felur ekki í sér að flýta yfirvofandi dauða heldur að hlúa heildrænt að þeim veika og aðstandendum hans. Nálgun hennar er einstaklingsmiðuð og felur í sér að draga úr einkennum eins og verkjum og veita stuðning í samræmi þarfir þeirra sem hana hljóta. Líknarmeðferð lýkur ekki við andlát heldur felur hún einnig í sig eftirfylgd við þá sem eftir lifa. Höfundur er hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans. Heimild: Landspítali (2017). Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun