Grafin eigin gröf Aðalbjörg Egilsdóttir og Sigrún Jónsdóttir skrifa 13. október 2020 19:08 Síðustu áratugi hefur urðun á sorpi aukist gríðarlega á Íslandi samhliða aukinni neyslu í samfélaginu. Til að mynda eru nú yfir 500 tonn af sorpi urðuð daglega á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins að Álfsnesi og árið 2018 losaði urðun úrgangs um 200 þúsund tonn CO2 ígilda. Það er jafn mikil losun og ef 6,2 milljónir Toyota Yaris bílar keyrðu árlega hringinn í kringum landið (reiknað með kolefnisreikni orkusetursins). Innan Evrópusambandsins hefur verið dregið mikið úr urðun á undanförnum árum og er markmiðið að innan við 10% úrgangs verði urðaður árið 2035. Urðun úrgangs er nefnilega alls ekki séríslenskt vandamál. Ísland er skuldbundið sömu markmiðum í gegnum EES samninginn og var eitt af þeim úrræðum sem nýta átti til að ná því markmiði skattur á urðun. Nýlega bárust fréttir af því að ekkert yrði af fyrirhuguðum urðunarskatti umhverfisráðherra, sem er hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2030. Markmið aðgerðarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá urðun úrgangs og gera aðrar umhverfisvænni meðhöndlunarleiðir samkeppnishæfar við urðun. Deilt hefur verið um skattinn og virðist vera að stjórnendur sveitarfélaga hafi áhyggjur af því að um sé að ræða nefskatt á íbúa sveitarfélaganna frekar en hvata til minnkunar á úrgangi. Skatturinn ætti öllu heldur að fjármagna betri sorpúrræði sveitarfélaga, sem m.a. geta verið betri aðstaða íbúa til flokkunar, betri aðstaða sveitarfélaganna til að taka á móti sorpi o.s.frv. Auk þess getur urðunarskattur hvatt til minni sóunar, sem myndi líklega leiða til minni neyslu, sem mikil þörf er á þar sem neysluspor Íslendinga er með því hæsta sem gerist í heiminum. Samkvæmt nýuppfærðri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum á urðunarskattur að draga úr losun GHL frá Íslandi um 28 þúsund tonn á ári. Samhliða honum á að banna urðun á lífrænum úrgangi, sem draga á úr losun GHL um 104 þúsund tonn á ári. Af þessu má má draga þá ályktun að án skattsins muni ganga hægar að koma í veg fyrir a.m.k. 132 þúsund tonna losun GHL á ári, frá og með árinu 2030 (þegar fullur árangur á að hafa náðst). Báðar aðgerðirnar voru einnig í fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunarinnar frá 2018 og hefur því gefist nægur tími til að undirbúa innleiðingu þeirra. Skoðum aðeins af hverju það er mikilvægt að draga úr urðun sorps, m.a. með skattlagningu: Urðað sorp losar ekki aðeins gróðurhúsalofttegundir þegar það brotnar niður, heldur getur það mengað bæði jarðveg og vatn. Þegar ákveðið er að nýta land í sorpurðun kemur það í veg fyrir annars konar nýtingu landið, m.a. endurheimtar vistkerfa, uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, landbúnaðar og svo mætti lengi áfram halda. Land er af skornum skammti, líkt og aðrar auðlindir jarðar, og er þetta því sóun á auðlindum. Ef lífrænn úrgangur er flokkaður er auðvelt að nýta hann til jarðgerðar. Ýmsar leiðir eru til, sem hafa m.a. verið nýttar í sveitarfélögum víðs vegar um landið, t.a.m. Bokashi jarðgerð (Rangárvallasýsla) og moltugerð (Stykkishólmur, Akureyri o.fl. sveitarfélög). Nýting lífræns úrgangs til jarðgerðar stuðlar að aukinni sjálfbærni og sjálfstæði íslenskra atvinnugreina, og þá sérstaklega landbúnaðar, því þá þarf ekki lengur að flytja inn tilbúinn, erlendan áburð, sem getur mengað loft, vatn og jarðveg. Um 40% jarðvegs á Íslandi hefur orðið fyrir rofi. Með því að nýta lífrænan úrgang til áburðar á rofið land má ekki aðeins draga úr losun GHL vegna urðunar heldur einnig vegna rofs. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Með því að skattleggja urðun sorps og banna urðun lífræns úrgangs er hvatt til nýsköpunar á sviði sorpmála. Það býður ekki aðeins upp á umhverfisvænni lausnir heldur ný og spennandi störf. Er það ekki einmitt leiðin út úr kófinu, græn uppbygging? Með urðun sorps er einmitt komið í veg fyrir annars konar nýtingu þess. Urðun sorps gerir í raun fátt annað en að ýta undir frekari ofnýtingu auðlinda og dregur þ.a.l. úr möguleikum á sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og að taka loftslagsvána föstum tökum. Á tímum sem þessum, þar sem loftslagsváin er ein af stærstu áskorunum mannkynsins, er óábyrgt að sneiða hjá aðgerðum sem eru hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum, bæði ríkisstjórn, þingi og sveitarfélögunum, að taka málið föstum tökum. Það er ekki í takt við alvarleika málsins að hætta við aðgerðir sem eiga að draga úr losun. Sérstaklega án þess að koma með mótvægisaðgerðir til að ná sömu markmiðum. Því hvaða rétt hafa stjórnvöld til að halda áfram að grafa rusl ofan í jörðina sem við tökum við eftir örstuttan tíma? Er ekki kominn tími til að axla ábyrgð og koma fram við Móður jörð og framtíðarkynslóðir af þeirri virðingu sem við eigum skilið? Bréf þessa efnis hefur verið sent á umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Samtök íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Sorpu. Þar var sömuleiðis sóst eftir að ákvörðunin um að falla frá áformum um urðunarskatt verði endurskoðuð og að nýtt frumvarp um urðunarskatt verði undirbúið í samstarfi við SÍS, Sorpu og ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Aðalbjörg Egilsdóttir er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála og Sigrún Jónsdóttir er þátttakandi í skipulagshópi loftslagsverkfallsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu áratugi hefur urðun á sorpi aukist gríðarlega á Íslandi samhliða aukinni neyslu í samfélaginu. Til að mynda eru nú yfir 500 tonn af sorpi urðuð daglega á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins að Álfsnesi og árið 2018 losaði urðun úrgangs um 200 þúsund tonn CO2 ígilda. Það er jafn mikil losun og ef 6,2 milljónir Toyota Yaris bílar keyrðu árlega hringinn í kringum landið (reiknað með kolefnisreikni orkusetursins). Innan Evrópusambandsins hefur verið dregið mikið úr urðun á undanförnum árum og er markmiðið að innan við 10% úrgangs verði urðaður árið 2035. Urðun úrgangs er nefnilega alls ekki séríslenskt vandamál. Ísland er skuldbundið sömu markmiðum í gegnum EES samninginn og var eitt af þeim úrræðum sem nýta átti til að ná því markmiði skattur á urðun. Nýlega bárust fréttir af því að ekkert yrði af fyrirhuguðum urðunarskatti umhverfisráðherra, sem er hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2030. Markmið aðgerðarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá urðun úrgangs og gera aðrar umhverfisvænni meðhöndlunarleiðir samkeppnishæfar við urðun. Deilt hefur verið um skattinn og virðist vera að stjórnendur sveitarfélaga hafi áhyggjur af því að um sé að ræða nefskatt á íbúa sveitarfélaganna frekar en hvata til minnkunar á úrgangi. Skatturinn ætti öllu heldur að fjármagna betri sorpúrræði sveitarfélaga, sem m.a. geta verið betri aðstaða íbúa til flokkunar, betri aðstaða sveitarfélaganna til að taka á móti sorpi o.s.frv. Auk þess getur urðunarskattur hvatt til minni sóunar, sem myndi líklega leiða til minni neyslu, sem mikil þörf er á þar sem neysluspor Íslendinga er með því hæsta sem gerist í heiminum. Samkvæmt nýuppfærðri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum á urðunarskattur að draga úr losun GHL frá Íslandi um 28 þúsund tonn á ári. Samhliða honum á að banna urðun á lífrænum úrgangi, sem draga á úr losun GHL um 104 þúsund tonn á ári. Af þessu má má draga þá ályktun að án skattsins muni ganga hægar að koma í veg fyrir a.m.k. 132 þúsund tonna losun GHL á ári, frá og með árinu 2030 (þegar fullur árangur á að hafa náðst). Báðar aðgerðirnar voru einnig í fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunarinnar frá 2018 og hefur því gefist nægur tími til að undirbúa innleiðingu þeirra. Skoðum aðeins af hverju það er mikilvægt að draga úr urðun sorps, m.a. með skattlagningu: Urðað sorp losar ekki aðeins gróðurhúsalofttegundir þegar það brotnar niður, heldur getur það mengað bæði jarðveg og vatn. Þegar ákveðið er að nýta land í sorpurðun kemur það í veg fyrir annars konar nýtingu landið, m.a. endurheimtar vistkerfa, uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, landbúnaðar og svo mætti lengi áfram halda. Land er af skornum skammti, líkt og aðrar auðlindir jarðar, og er þetta því sóun á auðlindum. Ef lífrænn úrgangur er flokkaður er auðvelt að nýta hann til jarðgerðar. Ýmsar leiðir eru til, sem hafa m.a. verið nýttar í sveitarfélögum víðs vegar um landið, t.a.m. Bokashi jarðgerð (Rangárvallasýsla) og moltugerð (Stykkishólmur, Akureyri o.fl. sveitarfélög). Nýting lífræns úrgangs til jarðgerðar stuðlar að aukinni sjálfbærni og sjálfstæði íslenskra atvinnugreina, og þá sérstaklega landbúnaðar, því þá þarf ekki lengur að flytja inn tilbúinn, erlendan áburð, sem getur mengað loft, vatn og jarðveg. Um 40% jarðvegs á Íslandi hefur orðið fyrir rofi. Með því að nýta lífrænan úrgang til áburðar á rofið land má ekki aðeins draga úr losun GHL vegna urðunar heldur einnig vegna rofs. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Með því að skattleggja urðun sorps og banna urðun lífræns úrgangs er hvatt til nýsköpunar á sviði sorpmála. Það býður ekki aðeins upp á umhverfisvænni lausnir heldur ný og spennandi störf. Er það ekki einmitt leiðin út úr kófinu, græn uppbygging? Með urðun sorps er einmitt komið í veg fyrir annars konar nýtingu þess. Urðun sorps gerir í raun fátt annað en að ýta undir frekari ofnýtingu auðlinda og dregur þ.a.l. úr möguleikum á sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og að taka loftslagsvána föstum tökum. Á tímum sem þessum, þar sem loftslagsváin er ein af stærstu áskorunum mannkynsins, er óábyrgt að sneiða hjá aðgerðum sem eru hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum, bæði ríkisstjórn, þingi og sveitarfélögunum, að taka málið föstum tökum. Það er ekki í takt við alvarleika málsins að hætta við aðgerðir sem eiga að draga úr losun. Sérstaklega án þess að koma með mótvægisaðgerðir til að ná sömu markmiðum. Því hvaða rétt hafa stjórnvöld til að halda áfram að grafa rusl ofan í jörðina sem við tökum við eftir örstuttan tíma? Er ekki kominn tími til að axla ábyrgð og koma fram við Móður jörð og framtíðarkynslóðir af þeirri virðingu sem við eigum skilið? Bréf þessa efnis hefur verið sent á umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Samtök íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Sorpu. Þar var sömuleiðis sóst eftir að ákvörðunin um að falla frá áformum um urðunarskatt verði endurskoðuð og að nýtt frumvarp um urðunarskatt verði undirbúið í samstarfi við SÍS, Sorpu og ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Aðalbjörg Egilsdóttir er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála og Sigrún Jónsdóttir er þátttakandi í skipulagshópi loftslagsverkfallsins.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun