Tveir leikir fóru fram í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Kylian Mbappé sá til þess að Frakkar fóru með þrjú stig heim frá Króatíu. Þá vann Portúgal öruggan 3-0 sigur á Svíþjóð þrátt fyrir að þeirra besti maður, Cristiano Ronaldo væri ekki með liðinu. Hann greindist með kórónuveiruna í gær.
Hér að neðan má svo finna öll úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni.
Heimsmeistarar Frakka heimsóttu Króatíu. Antoine Griezmann kom gestunu yfir strax á 8. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Þegar 65 mínútur voru liðnar af leiknum jafnaði Nikola Vlasic metin fyrir heimamenn.
Sigurmark leiksins kom á 79. mínútu þegar Mbappé kom knettinum í netið eftir sendingu vinstri bakvarðarins Lucas Digne. Lokatölur á Stadion Maksimir-vellinum því 2-1 heimsmeisturunum í vil.
Í hinum leik riðilsins voru Svíar í heimsókn hjá Ronaldo-lausum Portúgölum. Það virtist ekki hafa mikil áhrif á heimamenn sem voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Bernardo Silva og Diego Jota.
Jota gerði svo annað mark sitt og þriðja mark Portúgals á 72. mínútu. Lokatölur 3-0 og ljóst að Portúgal saknaði ekki Ronaldo í kvöld.
Diogo Jota's game by numbers vs. Sweden:
— Squawka Football (@Squawka) October 14, 2020
55 touches
6 shots
4 take-ons completed
2 goals
2 chances created
1 assists
Directly involved in all three goals. pic.twitter.com/C8ThwfDSQa
Portúgalir eru sem stendur á toppi riðilsins á markatölu með 10 stig eftir fjóra leiki. Þar á eftir koma Frakkar einnig með 10 stig á meðan Króatía er með þrjú stig og Svíar reka lestina án stiga.
Önnur úrslit kvöldsins
Noregur 1–0 Norður-Írland
Rúmenía 0–1 Austurríki
Skotland 1– 0 Tékkland
Slóvakía 2–3 Ísrael
Rússland 0–0 Ungverjaland
Tyrkland 2-2 Serbía
Finnland 1-0 Írland
Búlgaría 0-1 Wales
Eistland 1–1 Armenía
Norður-Makedónía 1–1 Georgía
Grikkland 0–0 Kósovó
Moldóva 0–4 Slóvenía
Litháen 0-0 Albanía
Hvíta-Rússland 2–0 Kasakstan