Skoða eigi leiðir til að treysta á aðra þegar mikið álag er á Landspítala Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. október 2020 13:17 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir unnið að því að fjölga hjúkrunarrýmum utan opinbera kerfisins. Leita eigi annarra leiða þegar dregur úr getu Landspítalans. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort auka ætti einkarekstur í heilbrigðisþjónustu til að draga úr álagi á kerfið. „Er ekki rétti tíminn núna til þess að við léttum á heilbrigðiskerfinu og fáum meira fyrir útgjöld skattgreiðendanna með því að semja við einkareknar stofur?“ spurði Sigmundur á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra sagði óháð miklu álagi á kerfið í faraldrinum almennt góða ráðstöfun að semja við þá sem geti veitt heilbrigðisþjónustu með sveigjanlegum og hagkvæmum hætti. Til að mynda aðgerðir sem unnt sé að framkvæma utan sjúkrahúsa. „Ég held að það sé hárrétt ábending að að því marki sem dregið hefur úr getu Landspítalans til að sinna slíkum verkefnum þá eigum við að skoða leiðir til að treysta meira á aðra,“ sagði Bjarni. Öll miðlæg sjúkrahúsþjónusta verði áfram að vera hjá Landspítalanum en horfa megi til annarra aðgerða og einnig til hjúkrunarheimila. Bjarni vísaði til þess að vandi Landspítalans í faraldrinum hefði einna helst verið fráflæðisvandinn, sem dregið hafi úr viðbragðsgetu spítalans og þrótti til að taka við innlögnum sjúklinga sem smitaðir eru af kórónuveirunni. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Á sama tíma erum við með óhagkvæmar einingar, eins og t.d. á Vífilsstöðum, sem var algjört bráðabirgðaúrræði. Nú eru í gangi samtöl um að reyna að auka framboð af plássum einmitt í samstarfi við aðila utan hins opinbera kerfis,“ sagði Bjarni. Alþingi Landspítalinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Fjármálaráðherra segir unnið að því að fjölga hjúkrunarrýmum utan opinbera kerfisins. Leita eigi annarra leiða þegar dregur úr getu Landspítalans. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort auka ætti einkarekstur í heilbrigðisþjónustu til að draga úr álagi á kerfið. „Er ekki rétti tíminn núna til þess að við léttum á heilbrigðiskerfinu og fáum meira fyrir útgjöld skattgreiðendanna með því að semja við einkareknar stofur?“ spurði Sigmundur á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra sagði óháð miklu álagi á kerfið í faraldrinum almennt góða ráðstöfun að semja við þá sem geti veitt heilbrigðisþjónustu með sveigjanlegum og hagkvæmum hætti. Til að mynda aðgerðir sem unnt sé að framkvæma utan sjúkrahúsa. „Ég held að það sé hárrétt ábending að að því marki sem dregið hefur úr getu Landspítalans til að sinna slíkum verkefnum þá eigum við að skoða leiðir til að treysta meira á aðra,“ sagði Bjarni. Öll miðlæg sjúkrahúsþjónusta verði áfram að vera hjá Landspítalanum en horfa megi til annarra aðgerða og einnig til hjúkrunarheimila. Bjarni vísaði til þess að vandi Landspítalans í faraldrinum hefði einna helst verið fráflæðisvandinn, sem dregið hafi úr viðbragðsgetu spítalans og þrótti til að taka við innlögnum sjúklinga sem smitaðir eru af kórónuveirunni. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Á sama tíma erum við með óhagkvæmar einingar, eins og t.d. á Vífilsstöðum, sem var algjört bráðabirgðaúrræði. Nú eru í gangi samtöl um að reyna að auka framboð af plássum einmitt í samstarfi við aðila utan hins opinbera kerfis,“ sagði Bjarni.
Alþingi Landspítalinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent