Lið Stefáns Rafns lá í Portúgal | Abalo snéri aftur til Parísar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 20:45 Luc Abalo sneri aftur til Parísar í kvöld. EPA-EFE/GEIR OLSEN Þrír leikir fóru fram í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Ungverska stórliðið Pick Szeged tapaði 19-25 fyrir Porto á útivelli. Þá sneri franska goðsögnin Luc Abalo aftur til Parísar er Elverum heimsótti Paris Saint-Germain. Hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með ungverska stórliðinu Pick Szeged er liðið sótti Porto heim í Portúgal. Porto er með einkar sterkt lið og vann á endanum sex marka sigur. Lokatölur 25-19 og ljóst að sóknarleikur ungverska liðsins var ekki til útflutnings í kvöld. Var þetta aðeins annar leikur Pick Szeged í riðlinum en liðið hefur tapað þeim báðum. Porto hefur hins vegar leikið fjóra leiki, unnið tvo og tapað tveimur. Franski hornamaðurinn Luc Abalo var mættur til Parísar er lið hans, Elverum frá Noregi, heimsótti franska stórliðið Paris Saint-Germain í kvöld. Abalo lék með PSG frá 2012 til 2020 þegar hann færði sig óvænt um set til Noregs. Après une belle cérémonie d'hommage pour les 8 saisons de @lucabalo passées au club, on aura désormais notre n°19 toujours avec nous à Coubertin ! #MerciLuc pic.twitter.com/MAsg22Hyml— PSG Handball (@psghand) October 15, 2020 Hinn 36 ára gamli Abalo skoraði fjögur mörk fyrir Elverum en PSG voru töluvert sterkari aðilinn í kvöld. Danska skyttan Mikkel Hansen var markahæstur hjá PSG með átta mörk og fór það svo að franska liðið vann sex marka sigur, lokatölur 35-29. Var þetta fyrsti sigur PSG í þremur leikjum í keppninni. Elverum hefur einnig unnið einn leik af þremur. Þá vann Vardar góðan fimm marka sigur á Flensburg á heimavelli. Lokatölur í Norður-Makedóníu 31-26 Vardar í vil. Var þetta fyrsta tap Flensburg sem er í 2. sæti A-riðils með þrjá sigra í fjórum leikjum. Vardar hefur nú unnið einn og tapað einum af þeim tveimur leikjum sem liðið hefur leikið. Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Ungverska stórliðið Pick Szeged tapaði 19-25 fyrir Porto á útivelli. Þá sneri franska goðsögnin Luc Abalo aftur til Parísar er Elverum heimsótti Paris Saint-Germain. Hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með ungverska stórliðinu Pick Szeged er liðið sótti Porto heim í Portúgal. Porto er með einkar sterkt lið og vann á endanum sex marka sigur. Lokatölur 25-19 og ljóst að sóknarleikur ungverska liðsins var ekki til útflutnings í kvöld. Var þetta aðeins annar leikur Pick Szeged í riðlinum en liðið hefur tapað þeim báðum. Porto hefur hins vegar leikið fjóra leiki, unnið tvo og tapað tveimur. Franski hornamaðurinn Luc Abalo var mættur til Parísar er lið hans, Elverum frá Noregi, heimsótti franska stórliðið Paris Saint-Germain í kvöld. Abalo lék með PSG frá 2012 til 2020 þegar hann færði sig óvænt um set til Noregs. Après une belle cérémonie d'hommage pour les 8 saisons de @lucabalo passées au club, on aura désormais notre n°19 toujours avec nous à Coubertin ! #MerciLuc pic.twitter.com/MAsg22Hyml— PSG Handball (@psghand) October 15, 2020 Hinn 36 ára gamli Abalo skoraði fjögur mörk fyrir Elverum en PSG voru töluvert sterkari aðilinn í kvöld. Danska skyttan Mikkel Hansen var markahæstur hjá PSG með átta mörk og fór það svo að franska liðið vann sex marka sigur, lokatölur 35-29. Var þetta fyrsti sigur PSG í þremur leikjum í keppninni. Elverum hefur einnig unnið einn leik af þremur. Þá vann Vardar góðan fimm marka sigur á Flensburg á heimavelli. Lokatölur í Norður-Makedóníu 31-26 Vardar í vil. Var þetta fyrsta tap Flensburg sem er í 2. sæti A-riðils með þrjá sigra í fjórum leikjum. Vardar hefur nú unnið einn og tapað einum af þeim tveimur leikjum sem liðið hefur leikið.
Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira