Lið Stefáns Rafns lá í Portúgal | Abalo snéri aftur til Parísar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 20:45 Luc Abalo sneri aftur til Parísar í kvöld. EPA-EFE/GEIR OLSEN Þrír leikir fóru fram í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Ungverska stórliðið Pick Szeged tapaði 19-25 fyrir Porto á útivelli. Þá sneri franska goðsögnin Luc Abalo aftur til Parísar er Elverum heimsótti Paris Saint-Germain. Hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með ungverska stórliðinu Pick Szeged er liðið sótti Porto heim í Portúgal. Porto er með einkar sterkt lið og vann á endanum sex marka sigur. Lokatölur 25-19 og ljóst að sóknarleikur ungverska liðsins var ekki til útflutnings í kvöld. Var þetta aðeins annar leikur Pick Szeged í riðlinum en liðið hefur tapað þeim báðum. Porto hefur hins vegar leikið fjóra leiki, unnið tvo og tapað tveimur. Franski hornamaðurinn Luc Abalo var mættur til Parísar er lið hans, Elverum frá Noregi, heimsótti franska stórliðið Paris Saint-Germain í kvöld. Abalo lék með PSG frá 2012 til 2020 þegar hann færði sig óvænt um set til Noregs. Après une belle cérémonie d'hommage pour les 8 saisons de @lucabalo passées au club, on aura désormais notre n°19 toujours avec nous à Coubertin ! #MerciLuc pic.twitter.com/MAsg22Hyml— PSG Handball (@psghand) October 15, 2020 Hinn 36 ára gamli Abalo skoraði fjögur mörk fyrir Elverum en PSG voru töluvert sterkari aðilinn í kvöld. Danska skyttan Mikkel Hansen var markahæstur hjá PSG með átta mörk og fór það svo að franska liðið vann sex marka sigur, lokatölur 35-29. Var þetta fyrsti sigur PSG í þremur leikjum í keppninni. Elverum hefur einnig unnið einn leik af þremur. Þá vann Vardar góðan fimm marka sigur á Flensburg á heimavelli. Lokatölur í Norður-Makedóníu 31-26 Vardar í vil. Var þetta fyrsta tap Flensburg sem er í 2. sæti A-riðils með þrjá sigra í fjórum leikjum. Vardar hefur nú unnið einn og tapað einum af þeim tveimur leikjum sem liðið hefur leikið. Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Ungverska stórliðið Pick Szeged tapaði 19-25 fyrir Porto á útivelli. Þá sneri franska goðsögnin Luc Abalo aftur til Parísar er Elverum heimsótti Paris Saint-Germain. Hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með ungverska stórliðinu Pick Szeged er liðið sótti Porto heim í Portúgal. Porto er með einkar sterkt lið og vann á endanum sex marka sigur. Lokatölur 25-19 og ljóst að sóknarleikur ungverska liðsins var ekki til útflutnings í kvöld. Var þetta aðeins annar leikur Pick Szeged í riðlinum en liðið hefur tapað þeim báðum. Porto hefur hins vegar leikið fjóra leiki, unnið tvo og tapað tveimur. Franski hornamaðurinn Luc Abalo var mættur til Parísar er lið hans, Elverum frá Noregi, heimsótti franska stórliðið Paris Saint-Germain í kvöld. Abalo lék með PSG frá 2012 til 2020 þegar hann færði sig óvænt um set til Noregs. Après une belle cérémonie d'hommage pour les 8 saisons de @lucabalo passées au club, on aura désormais notre n°19 toujours avec nous à Coubertin ! #MerciLuc pic.twitter.com/MAsg22Hyml— PSG Handball (@psghand) October 15, 2020 Hinn 36 ára gamli Abalo skoraði fjögur mörk fyrir Elverum en PSG voru töluvert sterkari aðilinn í kvöld. Danska skyttan Mikkel Hansen var markahæstur hjá PSG með átta mörk og fór það svo að franska liðið vann sex marka sigur, lokatölur 35-29. Var þetta fyrsti sigur PSG í þremur leikjum í keppninni. Elverum hefur einnig unnið einn leik af þremur. Þá vann Vardar góðan fimm marka sigur á Flensburg á heimavelli. Lokatölur í Norður-Makedóníu 31-26 Vardar í vil. Var þetta fyrsta tap Flensburg sem er í 2. sæti A-riðils með þrjá sigra í fjórum leikjum. Vardar hefur nú unnið einn og tapað einum af þeim tveimur leikjum sem liðið hefur leikið.
Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira