Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. október 2020 08:34 Jóhann Davíð forsvarsmaður Kolskeggs Nýtt félag hefur verið stofnað um sölu veiðileyfa í nokkrum af gjöfulustu ám á suðurlandi en félagið ber nafnið Kolskeggur. Það er Jóhann Davíð Snorrason sem fer fyrir þessu félagi og árnar sem verða boðnar fyrir sumarið 2021 eru nokkrar af þeim gjöfulustu þetta sumarið. Byrjum á því að nefna Eystri Rangá sem er aflahæsta á landsins en hún teygir sig óðfluga í 9.000 laxa á þessu timabili en hún er komin í 8.817 laxa. Hólsá Austurbakki fer nú eftir nokkð mörg ár yfir á þetta nýja félag en veiðin á Austurbakkanum við Hólsá hefur verið frábær í sumar en heildartalan þar er að nálgast 1.000 laxa. Þar er veitt á sex stangir og leyft agn er fluga, maðkur og spúnn. Síðast en ekki síst skal nefna Affallið í Landeyjum en þar eru komnir 1.684 laxar á land í sumar sem gerir Affallið eitt aflahæsta veiðisvæði landsins í laxi per stöng. Við óskum Jóhanni og samstarfsmönnum til hamingju með þetta nýja félag og það verður spennandi að sjá hvort það bætist eitthvað við framboðið hjá þeim fyrir veiðisumarið 2021 sem veiðimenn eru þegar farnir að telja niður í. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði
Nýtt félag hefur verið stofnað um sölu veiðileyfa í nokkrum af gjöfulustu ám á suðurlandi en félagið ber nafnið Kolskeggur. Það er Jóhann Davíð Snorrason sem fer fyrir þessu félagi og árnar sem verða boðnar fyrir sumarið 2021 eru nokkrar af þeim gjöfulustu þetta sumarið. Byrjum á því að nefna Eystri Rangá sem er aflahæsta á landsins en hún teygir sig óðfluga í 9.000 laxa á þessu timabili en hún er komin í 8.817 laxa. Hólsá Austurbakki fer nú eftir nokkð mörg ár yfir á þetta nýja félag en veiðin á Austurbakkanum við Hólsá hefur verið frábær í sumar en heildartalan þar er að nálgast 1.000 laxa. Þar er veitt á sex stangir og leyft agn er fluga, maðkur og spúnn. Síðast en ekki síst skal nefna Affallið í Landeyjum en þar eru komnir 1.684 laxar á land í sumar sem gerir Affallið eitt aflahæsta veiðisvæði landsins í laxi per stöng. Við óskum Jóhanni og samstarfsmönnum til hamingju með þetta nýja félag og það verður spennandi að sjá hvort það bætist eitthvað við framboðið hjá þeim fyrir veiðisumarið 2021 sem veiðimenn eru þegar farnir að telja niður í.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði