Málamiðlun hverra? Helga Vala Helgadóttir skrifar 17. október 2020 08:01 Barátta jafnaðarmanna fyrir nýrri stjórnarskrá hefur staðið áratugum saman. Vilmundur Gylfason og Jóhanna Sigurðardóttir voru í fararbroddi þeirra sem ítrekað töluðu fyrir nýrri stjórnarskrá en á undan þeim höfðu forverar þeirra á þingi ítrekað lagt til stöku breytingar á þeirri bráðabirgðastjórnarskrá sem danski konungurinn færði sinni nýlenduþjóð. Ákallið eftir nýrri og breyttri stjórnarskrá jókst eftir bankahrunið 2008. Jóhanna Sigurðardóttir setti málið á dagskrá þegar hún tók við lyklunum í stjórnarráðinu og hófst þá “víðfeðmasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina” eins og frú Vigdís Finnbogadóttir komst svo réttilega að orði. Stjórnlaganefnd var sett á fót. 1000 manna þjóðfundur fólks af öllu landinu, sem valið var með slembiúrtaki, sat á rökstólum um þau gildi og markmið sem ættu að vera í samfélagssáttmála íslenskrar þjóðar. Stjórnlagaþing var kjörið og síðan stjórnlagaráð skipað af Alþingi þar sem raddir ólíkra afla úr samfélaginu fengu hvert sitt sæti. Ráðið vann um nokkurra mánaða skeið og afhenti Alþingi drög að nýrri stjórnarskrá sem borin var undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti vildi að á því verki yrði byggt og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis lauk vinnu við frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga byggt á verki stjórnlagaráðs, að vilja þjóðarinnar. Íslenska þjóðin hefur beðið nógu lengi Enn hefur ný stjórnskrá ekki verið lögfest. Aftur leyfi ég mér að vitna í orð frú Vigdísar Finnbogadóttur sem segir að íslenska þjóðin hafi beðið nógu lengi. Ég er henni innilega sammála. Hið lýðræðislega ferli sem hófst árið 2009 er ekki ónýtt, langt í frá. Það þarf bara að bera virðingu fyrir því og endurvekja. Bera virðingu fyrir þeim kröftum sem þar bjuggu að baki, þeim samtakamætti þjóðarinnar sem kom saman á þjóðfundi, þeim rúmlega 500 einstaklingum sem buðu fram krafta sína á stjórnlagaþing, öllum þeim sem komu saman til að kjósa fulltrúa á þingið, vinnu fulltrúanna og loks þjóðarinnar sem kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það er svo mikilvægt fyrir áframhaldandi samstöðu þessarar fámennu þjóðar að láta ekki eins og þetta lýðræðislegasta ferli við stjórnarskrárgerð sem þekkist á byggðu bóli hafi ekki átt sér stað. Hver hefur valdið? Með því að hunsa allt þetta mikilvæga ferli og búa til sitt eigið er forsætisráðherra að gera lítið úr þúsundum einstaklinga sem lögðu sig fram í fallegu og heiðarlegu samtali við fjölda fólks. Gerð var tilraun til einhvers konar samráðs á þessu kjörtímabili með rökræðukönnun og svo fundi í Laugardalshöll þar sem rúm 200 manns sátu og fengu efni til umræðu, sem afmarkað hafði verið af stjórnvöldum. Nýja stjórnarskráin var hvergi nærri og þeir sem óskuðu eftir að fá að ræða hana voru vinsamlegast beðnir um að halda sig við hið afmarkaða efni. Niðurstaða þessa [meinta] samráðs virðist svo hafa lent ofan í skúffu ef marka má umsögn Jóns Ólafssonar, sem var einn þeirra sem fór fyrir rökræðukönnuninni. Í umsögn sinni við frumvarpsdrög um forsetakaflann, sem lögð voru í samráðsgátt stjórnvalda, kemst Jón svo að orði að í frumvarpinu sé nánast ekkert reynt að tengja tillögur, röksemdir og útskýringar í frumvarpinu við almenningssamráðið. Segir hann að vísanir til einstakra þátta samráðsins séu tilviljanakenndar og á stöku stað villandi. Ekki sé reynt með neinum kerfisbundnum hætti að byggja á samráðinu þegar svo vill til að niðurstöður almenningssamráðsins séu í samræmi við frumvarpsdrögin og engin tilraun sé gerð til að skýra frávik frá samráðinu í þeim atriðum eins og þau komi fram í frumvarpsdrögunum þegar aðrar leiðir eru valdar. Segir Jón „almenningssamráðið að sumu leyti vannýtt í greinargerðinni og frumvarpinu sjálfu, en að öðru leyti sniðgengið“. Þannig virðist sem svokallað samráð ríkisstjórnarinnar í þessu máli sé eingöngu í orði en sjáist ekki á borði. Það er svo sem kunnuglegt stef fyrir okkur í stjórnarandstöðunni. Hvað er samstaða um breytingar? Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með fulltrúum stjórnarflokkanna réttlæta þetta ferli sem hafið var á því kjörtímabili sem senn lýkur. Réttlætingin fyrir þeim bútasaumi sem þjóðinni er boðið upp á er ávallt sú að reynt sé að skapa sem breiðasta samstöðu um breytingarnar á stjórnarskránni. Það blasir við að bútasaumstilraun forsætisráðherra mun líkast til ekki einu sinni nást í gegnum ríkisstjórnarflokkana svo það er spurning hvar hin breiða samstaða á þá að liggja. Þessi tilraun, þar sem farin er sú leið að gera sem minnst til að styggja ekki þann stjórnarflokk sem grimmilegast hefur um áratugaskeið barist gegn nauðsynlegum lýðræðislegum breytingum, virðist vera strönduð á skeri og þá er helst hrópað að þau sem vilja byggja á fyrra ferli séu ekki nógu dugleg í málamiðlunum! Nú held ég að mál sé að endurvekja bráðabirgðaákvæði það sem fallist var á að setja í stjórnarskrá árið 2013 þess efnis að hægt væri að gera breytingar á stjórnarskrá án tveggja þingkosninga á milli. Ferlið er löngu byrjað. Við þurfum að bera virðingu fyrir því og ljúka með sóma. Fyrir því er skýr vilji meirihluta þjóðarinnar og hann ber að virða. Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Barátta jafnaðarmanna fyrir nýrri stjórnarskrá hefur staðið áratugum saman. Vilmundur Gylfason og Jóhanna Sigurðardóttir voru í fararbroddi þeirra sem ítrekað töluðu fyrir nýrri stjórnarskrá en á undan þeim höfðu forverar þeirra á þingi ítrekað lagt til stöku breytingar á þeirri bráðabirgðastjórnarskrá sem danski konungurinn færði sinni nýlenduþjóð. Ákallið eftir nýrri og breyttri stjórnarskrá jókst eftir bankahrunið 2008. Jóhanna Sigurðardóttir setti málið á dagskrá þegar hún tók við lyklunum í stjórnarráðinu og hófst þá “víðfeðmasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina” eins og frú Vigdís Finnbogadóttir komst svo réttilega að orði. Stjórnlaganefnd var sett á fót. 1000 manna þjóðfundur fólks af öllu landinu, sem valið var með slembiúrtaki, sat á rökstólum um þau gildi og markmið sem ættu að vera í samfélagssáttmála íslenskrar þjóðar. Stjórnlagaþing var kjörið og síðan stjórnlagaráð skipað af Alþingi þar sem raddir ólíkra afla úr samfélaginu fengu hvert sitt sæti. Ráðið vann um nokkurra mánaða skeið og afhenti Alþingi drög að nýrri stjórnarskrá sem borin var undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. Yfirgnæfandi meirihluti vildi að á því verki yrði byggt og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis lauk vinnu við frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga byggt á verki stjórnlagaráðs, að vilja þjóðarinnar. Íslenska þjóðin hefur beðið nógu lengi Enn hefur ný stjórnskrá ekki verið lögfest. Aftur leyfi ég mér að vitna í orð frú Vigdísar Finnbogadóttur sem segir að íslenska þjóðin hafi beðið nógu lengi. Ég er henni innilega sammála. Hið lýðræðislega ferli sem hófst árið 2009 er ekki ónýtt, langt í frá. Það þarf bara að bera virðingu fyrir því og endurvekja. Bera virðingu fyrir þeim kröftum sem þar bjuggu að baki, þeim samtakamætti þjóðarinnar sem kom saman á þjóðfundi, þeim rúmlega 500 einstaklingum sem buðu fram krafta sína á stjórnlagaþing, öllum þeim sem komu saman til að kjósa fulltrúa á þingið, vinnu fulltrúanna og loks þjóðarinnar sem kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það er svo mikilvægt fyrir áframhaldandi samstöðu þessarar fámennu þjóðar að láta ekki eins og þetta lýðræðislegasta ferli við stjórnarskrárgerð sem þekkist á byggðu bóli hafi ekki átt sér stað. Hver hefur valdið? Með því að hunsa allt þetta mikilvæga ferli og búa til sitt eigið er forsætisráðherra að gera lítið úr þúsundum einstaklinga sem lögðu sig fram í fallegu og heiðarlegu samtali við fjölda fólks. Gerð var tilraun til einhvers konar samráðs á þessu kjörtímabili með rökræðukönnun og svo fundi í Laugardalshöll þar sem rúm 200 manns sátu og fengu efni til umræðu, sem afmarkað hafði verið af stjórnvöldum. Nýja stjórnarskráin var hvergi nærri og þeir sem óskuðu eftir að fá að ræða hana voru vinsamlegast beðnir um að halda sig við hið afmarkaða efni. Niðurstaða þessa [meinta] samráðs virðist svo hafa lent ofan í skúffu ef marka má umsögn Jóns Ólafssonar, sem var einn þeirra sem fór fyrir rökræðukönnuninni. Í umsögn sinni við frumvarpsdrög um forsetakaflann, sem lögð voru í samráðsgátt stjórnvalda, kemst Jón svo að orði að í frumvarpinu sé nánast ekkert reynt að tengja tillögur, röksemdir og útskýringar í frumvarpinu við almenningssamráðið. Segir hann að vísanir til einstakra þátta samráðsins séu tilviljanakenndar og á stöku stað villandi. Ekki sé reynt með neinum kerfisbundnum hætti að byggja á samráðinu þegar svo vill til að niðurstöður almenningssamráðsins séu í samræmi við frumvarpsdrögin og engin tilraun sé gerð til að skýra frávik frá samráðinu í þeim atriðum eins og þau komi fram í frumvarpsdrögunum þegar aðrar leiðir eru valdar. Segir Jón „almenningssamráðið að sumu leyti vannýtt í greinargerðinni og frumvarpinu sjálfu, en að öðru leyti sniðgengið“. Þannig virðist sem svokallað samráð ríkisstjórnarinnar í þessu máli sé eingöngu í orði en sjáist ekki á borði. Það er svo sem kunnuglegt stef fyrir okkur í stjórnarandstöðunni. Hvað er samstaða um breytingar? Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með fulltrúum stjórnarflokkanna réttlæta þetta ferli sem hafið var á því kjörtímabili sem senn lýkur. Réttlætingin fyrir þeim bútasaumi sem þjóðinni er boðið upp á er ávallt sú að reynt sé að skapa sem breiðasta samstöðu um breytingarnar á stjórnarskránni. Það blasir við að bútasaumstilraun forsætisráðherra mun líkast til ekki einu sinni nást í gegnum ríkisstjórnarflokkana svo það er spurning hvar hin breiða samstaða á þá að liggja. Þessi tilraun, þar sem farin er sú leið að gera sem minnst til að styggja ekki þann stjórnarflokk sem grimmilegast hefur um áratugaskeið barist gegn nauðsynlegum lýðræðislegum breytingum, virðist vera strönduð á skeri og þá er helst hrópað að þau sem vilja byggja á fyrra ferli séu ekki nógu dugleg í málamiðlunum! Nú held ég að mál sé að endurvekja bráðabirgðaákvæði það sem fallist var á að setja í stjórnarskrá árið 2013 þess efnis að hægt væri að gera breytingar á stjórnarskrá án tveggja þingkosninga á milli. Ferlið er löngu byrjað. Við þurfum að bera virðingu fyrir því og ljúka með sóma. Fyrir því er skýr vilji meirihluta þjóðarinnar og hann ber að virða. Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun