Reiði vegna ferðalaga konungshjóna í miðjum heimsfaraldri Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 08:31 Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning, segjast ekki hafa brotið gegn sóttvarnareglum. EPA/PATRICK VAN KATWIJK Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. Konungshjónin voru harðlega gagnrýnd fyrir ferðina, enda hafði hollensku þjóðinni verið ráðlagt að halda sig heima til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld höfðu beint þeim tilmælum til fólks að takmarka öll ferðalög en konungshjónin eru þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Þau segjast þó hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni segja þau nauðsynlegt að fólk fari eftir tilmælum. „Við viljum ekki valda neinum vafa um að það er nauðsynlegt að fólk fylgi tilmælum til þess að ná tökum á Covid-19. Umræðan um okkar frí hjálpar ekki í þeirri baráttu.“ Konungshjónin sneru heim í gær. Þá virðist vera á reiki hvort einhver innan hollensku ríkisstjórnarinnar vissi af fyrirhuguðu ferðalagi konungshjónanna og þau hafi fengið ráðleggingar í þeim efnum. Hefur verið kallað eftir því að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, að útskýra hvort hann hafi leiðbeint konungshjónunum vegna ferðalagsins og þá hvers vegna hann hafi ekki ráðlagt þeim að vera heima. „Ef Rutte hefði sagt að þetta væri slæm hugmynd, þá myndi maður halda að konungurinn hefði breytt áformum sínum,“ sagði Peter Rehwinkel, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins PvdA. Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum vexti í Hollandi og var greint frá metfjölda nýrra smita í gær, eða yfir átta þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Kóngafólk Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Vilhjálmur Alexander, konungur Hollands, og Maxima drottning sneru heim aðeins degi eftir að þau héldu til Grikklands í frí. Konungshjónin voru harðlega gagnrýnd fyrir ferðina, enda hafði hollensku þjóðinni verið ráðlagt að halda sig heima til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld höfðu beint þeim tilmælum til fólks að takmarka öll ferðalög en konungshjónin eru þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Þau segjast þó hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni. Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni segja þau nauðsynlegt að fólk fari eftir tilmælum. „Við viljum ekki valda neinum vafa um að það er nauðsynlegt að fólk fylgi tilmælum til þess að ná tökum á Covid-19. Umræðan um okkar frí hjálpar ekki í þeirri baráttu.“ Konungshjónin sneru heim í gær. Þá virðist vera á reiki hvort einhver innan hollensku ríkisstjórnarinnar vissi af fyrirhuguðu ferðalagi konungshjónanna og þau hafi fengið ráðleggingar í þeim efnum. Hefur verið kallað eftir því að Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, að útskýra hvort hann hafi leiðbeint konungshjónunum vegna ferðalagsins og þá hvers vegna hann hafi ekki ráðlagt þeim að vera heima. „Ef Rutte hefði sagt að þetta væri slæm hugmynd, þá myndi maður halda að konungurinn hefði breytt áformum sínum,“ sagði Peter Rehwinkel, þingmaður stjórnarandstöðuflokksins PvdA. Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum vexti í Hollandi og var greint frá metfjölda nýrra smita í gær, eða yfir átta þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Kóngafólk Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira