Kona á níræðisaldri lést eftir að hafa smitast í tvígang Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 12:25 Greining á veirunni sýndi að um mismunandi afbrigði var að ræða í seinna skiptið. Getty/Carlos Mir 89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46