Viðar Örn með 31 mark í 34 leikjum í Noregi og tók metið af Rikka Daða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 10:31 Viðar Örn Kjartansson kann vel við sig í búningi Vålerenga liðsins. Skjámynd/Youtube Viðar Örn Kjartansson bætti í gær met Ríkharðs Daðasonar þegar hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku úrvalsdeildinni í aðeins sínum 34. leik í deildinni. Enginn Íslendingur hefur verið fljótari í þrjátíu mörk í Eliteserien en Selfyssingurinn marksækni. Ríkharður Daðason hafði áður verið fljótastur Íslendinga til að skora þrjátíu mörk í norsku úrvalsdeildinni en því náði hann á sínu öðru tímabili í deildinni sumarið 1999. Ríkharður skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 43. leik sem var á móti Brann 18. september 1999. Vidar Örn Kjartansson pic.twitter.com/JTkElMIAjB— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) October 18, 2020 Ríkharður Daðason spilaði með Viking Stavangri á árunum 1998 til 2000 og skoraði þá 48 mörk í aðeins 69 leikjum. Hann kom aftur árið 2002 til að spila með Lilleström og bætti þá við 4 mörkum í 12 leikjum á tveimur tímabilum. Viðar Örn lagði auðvitað grunninn að þessu með því að skora 25 mörk í 29 leikjum með Vålerenga sumarið 2014 en hefur tekið upp þráðinn í ár. Viðar Örn snéri aftur til norska liðsins í haust og er nú kominn með sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á leiktíðinni. Viðar Örn var ekki búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti Sandefjord í gær en kom sínu liði í 2-0 með tveimur fyrstu mörkum leiksins í þessum 3-0 sigri Vålerenga. Viðar er því farinn að nálgast markahæstu menn þrátt fyrir að hafa leikið sinn fyrsta leik um miðjan september. watch on YouTube Helgi Sigurðsson er þriðji á listanum en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum sextugasta leik sumarið 2001. Tryggvi Guðmundsson er síðan fjórði en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 66. leik en hann var þá á sínu þriðja tímabili. Veigar Páll Gunnarsson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu norsku úrvalsdeildarinnar með 71 mark í 177 leikjum. Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson bætti í gær met Ríkharðs Daðasonar þegar hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku úrvalsdeildinni í aðeins sínum 34. leik í deildinni. Enginn Íslendingur hefur verið fljótari í þrjátíu mörk í Eliteserien en Selfyssingurinn marksækni. Ríkharður Daðason hafði áður verið fljótastur Íslendinga til að skora þrjátíu mörk í norsku úrvalsdeildinni en því náði hann á sínu öðru tímabili í deildinni sumarið 1999. Ríkharður skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 43. leik sem var á móti Brann 18. september 1999. Vidar Örn Kjartansson pic.twitter.com/JTkElMIAjB— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) October 18, 2020 Ríkharður Daðason spilaði með Viking Stavangri á árunum 1998 til 2000 og skoraði þá 48 mörk í aðeins 69 leikjum. Hann kom aftur árið 2002 til að spila með Lilleström og bætti þá við 4 mörkum í 12 leikjum á tveimur tímabilum. Viðar Örn lagði auðvitað grunninn að þessu með því að skora 25 mörk í 29 leikjum með Vålerenga sumarið 2014 en hefur tekið upp þráðinn í ár. Viðar Örn snéri aftur til norska liðsins í haust og er nú kominn með sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á leiktíðinni. Viðar Örn var ekki búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti Sandefjord í gær en kom sínu liði í 2-0 með tveimur fyrstu mörkum leiksins í þessum 3-0 sigri Vålerenga. Viðar er því farinn að nálgast markahæstu menn þrátt fyrir að hafa leikið sinn fyrsta leik um miðjan september. watch on YouTube Helgi Sigurðsson er þriðji á listanum en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum sextugasta leik sumarið 2001. Tryggvi Guðmundsson er síðan fjórði en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 66. leik en hann var þá á sínu þriðja tímabili. Veigar Páll Gunnarsson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu norsku úrvalsdeildarinnar með 71 mark í 177 leikjum. Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson
Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson
Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira