Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 12:59 Haglabyssan sem Gunnar Jóhann mætti með heim til Gísla hálfbróður síns. Vopnasérfræðingar sýndu fram á galla á byssunni Norska lögreglan Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Þetta kemur fram í frétt NRK þar sem farið er yfir niðurstöðu málsins. Þar segir að í raun séu engar beinar vísbendingar uppi um að Gunnar hafi ætlað sér að verða hálfbróður sínum að bana. Hann hljóti hins vegar að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Verjandi Gunnars, Bjørn André Gulstad, lagði mikla áherslu á það við aðalmeðferð málsins að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór að bana myndi verða til þess að Gunnar yrði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í 4-5 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Í frétt NRK segir að það sé niðurstaða dómsins að það sé vel mögulegt að Gunnar hafi ekki hleypt af byssunni og að skotið hafi hlaupið af þegar Gísli hafi gripið í byssuna til þess að ýta henni frá. Engu að síður sé sterkt orsakasamhengi á milli athafna og hegðunar Gunnars á vettvangi og dauða Gísla. „Sú hætta sem skapaðist af völdum Gunnars var lífshættuleg,“ er haft upp úr dóminum á vef NRK. „Dauði Gísla orsakaðist af hegðun sakborningsins.“ Gulstad staðfestir í samtali við NRK að málinu verði áfrýjað. Hann segir skjólstæðing sinn vera ánægðan með að tekið hafi verið til greina að mögulegt sé að um slysaskot hafi verið að ræða, en hann sé ósáttur við hvernig dómarinn meti orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar víxlaðist nafn Gunnars Þórs og Gísla þannig að skilja mátti að hegðun Gunnars Þórs hefði verið hættuleg, en ekki öfugt. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar Jóhann dæmdur í þrettán ára fangelsi Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. 20. október 2020 10:13 Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Þetta kemur fram í frétt NRK þar sem farið er yfir niðurstöðu málsins. Þar segir að í raun séu engar beinar vísbendingar uppi um að Gunnar hafi ætlað sér að verða hálfbróður sínum að bana. Hann hljóti hins vegar að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Verjandi Gunnars, Bjørn André Gulstad, lagði mikla áherslu á það við aðalmeðferð málsins að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór að bana myndi verða til þess að Gunnar yrði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. Um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í 4-5 ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Í frétt NRK segir að það sé niðurstaða dómsins að það sé vel mögulegt að Gunnar hafi ekki hleypt af byssunni og að skotið hafi hlaupið af þegar Gísli hafi gripið í byssuna til þess að ýta henni frá. Engu að síður sé sterkt orsakasamhengi á milli athafna og hegðunar Gunnars á vettvangi og dauða Gísla. „Sú hætta sem skapaðist af völdum Gunnars var lífshættuleg,“ er haft upp úr dóminum á vef NRK. „Dauði Gísla orsakaðist af hegðun sakborningsins.“ Gulstad staðfestir í samtali við NRK að málinu verði áfrýjað. Hann segir skjólstæðing sinn vera ánægðan með að tekið hafi verið til greina að mögulegt sé að um slysaskot hafi verið að ræða, en hann sé ósáttur við hvernig dómarinn meti orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar víxlaðist nafn Gunnars Þórs og Gísla þannig að skilja mátti að hegðun Gunnars Þórs hefði verið hættuleg, en ekki öfugt. Þetta hefur nú verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar Jóhann dæmdur í þrettán ára fangelsi Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. 20. október 2020 10:13 Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01 Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Gunnar Jóhann dæmdur í þrettán ára fangelsi Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra. 20. október 2020 10:13
Telur að dómurinn geti ekki horft fram hjá vitnisburði um galla byssunnar Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, telur að rannsókn vopnasérfræðinga norsku rannsóknarlögreglunnar á skotvopninu sem varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður Gunnars, að bana í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra, verði til þess að Gunnar verði sýknaður af ýtrustu kröfu ákæruvaldsins í málinu. 29. september 2020 22:01
Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. 26. september 2020 16:00
Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23