Nýjasta Star Trek serían hefst á brotlendingu á Hverfjalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 13:30 Sonequa Martin-Green leikur aðalhlutverkið í þáttunum. CBS/Lilja Jónsdóttir Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26