Madsen var með gervisprengjubelti Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 20:12 Lögreglan notaði róbóta til að kanna belti Madsen nánar. EPA/Nils Meilvang Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. Verið er að skoða hvort ákæra eigi hann fyrir að brjóta önnur lög. Meðal annars notaði hann hlut sem leit út eins og byssa og gervisprengibelti en Madsen gekk þó aðeins laus í nokkrar mínútur. Hann var handtekinn eftir að hann stökk upp í sendiferðabíl. Útlit er fyrir að ökumaður sendiferðabílsins hafi ekki komið að flóttatilraun Madsen með nokkrum hætti. Lögreglunni hefur þó gengið erfiðlega að yfirheyra bílstjórann vegna tungumálaörðugleika. Fram kom í dag að hinn 49 ára gamli Madsen tók sálfræðing sem gísl og notaði hann og hlut sem leit út fyrir að vera byssa til að komast út. Fangaverðir töldu lífi sálfræðingsins ógnað og hleyptu Madsen því út. Hann gekk þó ekki laus lengi. Eftir að hann var kominn út, hljóp hann á brott. Myndbandsupptökur sem blaðamenn Ekstrabladet hafa komið höndum yfir sýna Madsen ganga eftir götu og virtist hann ekki vera að flýta sér. Það er þar til einhver sást hlaupa á eftir honum og kallaði sá á hann: „Peter, leggstu niður“. Þá hljóp Madsen inn á milli tveggja húsa en hann fór vitlausa leið og þurfti að snúa við. Skömmu eftir það stökk hann inn í sendiferðabílinn þar sem hann var handtekinn. Eftir að Madsen hafði verið handjárnaður sáu lögregluþjónar að hann var með belti sem leit út eins og sprengjubelti. Því hörfuðu þeir og umkringdu Madsen, þar sem hann sat sat í grasi í vegarkanti. Hér má sjá kort sem sýnir hvar fangelsið er og hvar Madsen var handtekinn. Staðirnir eru merktir rauðum táknum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að enn sé verið að rannsaka beltið. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Hér má sjá myndband frá Guardian, þar sem rætt er við vegfaranda sem fylgdist með handtöku Madsen. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. Verið er að skoða hvort ákæra eigi hann fyrir að brjóta önnur lög. Meðal annars notaði hann hlut sem leit út eins og byssa og gervisprengibelti en Madsen gekk þó aðeins laus í nokkrar mínútur. Hann var handtekinn eftir að hann stökk upp í sendiferðabíl. Útlit er fyrir að ökumaður sendiferðabílsins hafi ekki komið að flóttatilraun Madsen með nokkrum hætti. Lögreglunni hefur þó gengið erfiðlega að yfirheyra bílstjórann vegna tungumálaörðugleika. Fram kom í dag að hinn 49 ára gamli Madsen tók sálfræðing sem gísl og notaði hann og hlut sem leit út fyrir að vera byssa til að komast út. Fangaverðir töldu lífi sálfræðingsins ógnað og hleyptu Madsen því út. Hann gekk þó ekki laus lengi. Eftir að hann var kominn út, hljóp hann á brott. Myndbandsupptökur sem blaðamenn Ekstrabladet hafa komið höndum yfir sýna Madsen ganga eftir götu og virtist hann ekki vera að flýta sér. Það er þar til einhver sást hlaupa á eftir honum og kallaði sá á hann: „Peter, leggstu niður“. Þá hljóp Madsen inn á milli tveggja húsa en hann fór vitlausa leið og þurfti að snúa við. Skömmu eftir það stökk hann inn í sendiferðabílinn þar sem hann var handtekinn. Eftir að Madsen hafði verið handjárnaður sáu lögregluþjónar að hann var með belti sem leit út eins og sprengjubelti. Því hörfuðu þeir og umkringdu Madsen, þar sem hann sat sat í grasi í vegarkanti. Hér má sjá kort sem sýnir hvar fangelsið er og hvar Madsen var handtekinn. Staðirnir eru merktir rauðum táknum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að enn sé verið að rannsaka beltið. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Hér má sjá myndband frá Guardian, þar sem rætt er við vegfaranda sem fylgdist með handtöku Madsen.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42
Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52