Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 08:01 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins. Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira