Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2020 10:19 Peter Madsen var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stutta stund á flótta. AP Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en Madsen hefur nú verið ákærður fyrir flóttatilraunina, auk þess að hafa hótað starfsmönnum fangelsisins, almennum borgunum og lögreglu. Í ákæru kemur meðal annars fram að Madsen hafi fengið aðstoð frá einum eða fleiri aðilum við skipulagningu og framkvæmd flóttans. Hann var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stuttan tíma á flótta. Madsen á að hafa hótað sálfræðingi sem starfar við fangelsið og tveimur fangavörðum með byssu, sem reyndist ekki vera ekta, og sömuleiðis sagðist hann vera með sprengiefni í belti, en það reyndist heldur ekki vera ekta. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa hótað almennum borgara þegar hann settist inn í hvítan vörubíl og hrópað að bílstjóranum: „Keyrðu, keyrðu, keyrðu. Annars skýt ég þig.“ Madsen játaði sök í öllum ákæruliðum í morgun. Dómarar hafa ákveðið að málið verði rekið fyrir luktum dyrum þar sem meðverkamenn Madsen gangi enn lausir. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Uppfært kl 10:30: BT greinir frá því að Madsen hafi verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en Madsen hefur nú verið ákærður fyrir flóttatilraunina, auk þess að hafa hótað starfsmönnum fangelsisins, almennum borgunum og lögreglu. Í ákæru kemur meðal annars fram að Madsen hafi fengið aðstoð frá einum eða fleiri aðilum við skipulagningu og framkvæmd flóttans. Hann var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stuttan tíma á flótta. Madsen á að hafa hótað sálfræðingi sem starfar við fangelsið og tveimur fangavörðum með byssu, sem reyndist ekki vera ekta, og sömuleiðis sagðist hann vera með sprengiefni í belti, en það reyndist heldur ekki vera ekta. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa hótað almennum borgara þegar hann settist inn í hvítan vörubíl og hrópað að bílstjóranum: „Keyrðu, keyrðu, keyrðu. Annars skýt ég þig.“ Madsen játaði sök í öllum ákæruliðum í morgun. Dómarar hafa ákveðið að málið verði rekið fyrir luktum dyrum þar sem meðverkamenn Madsen gangi enn lausir. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Uppfært kl 10:30: BT greinir frá því að Madsen hafi verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12
Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42