Tveir sautján ára Barca strákar skrifuðu söguna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2020 19:31 Ansu Fati fagnar marki sínu með Barcelona í gær. Getty/Alex Caparros Ungir markaskorarar Barcelona í Meistaradeildinni gerðu gærkvöldið að sögulegu kvöldi í Meistaradeildinni. Ansu Fati og Pedri skoruðu nefnilega báðir í 5-1 sigri Barcelona á ungverska félaginu Ferencváros í fyrsta leik Katalóníuliðsins í riðlakeppninni í vetur. Ansu Fati var í byrjunarliðinu, skoraði annað mark Barcelona og átti einnig stoðsendingu á Philippe Coutinho í þriðja markinu. Pedri kom síðan inn á fyrir Ansu Fati á 62. mínútu leiksins og skoraði fjórða mark Börsunga tuttugu mínútum síðar. Two 17-year-olds have scored in the same #UCL game for the same team for the first time in Champions League history.Ansu Pedri enter the record books. pic.twitter.com/MaDrqdzwgA— Squawka Football (@Squawka) October 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem tveir sautján ára strákar skora í sama leiknum í keppninni. Ansu Fati og Pedri eru báðir fæddir í lok ársins 2002 og hvorugur þeirra hefur því haldið upp á átján ára afmælið sitt. Ansu Fati verður átján ára 31. október næstkomandi en Pedri þarf að bíða til 25. nóvember. Ansu Fati er búinn að stimpla sig inn hjá Barcelona og skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í fyrra. Hann varð yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði á móti Internazionale í desember í fyrra þegar hann var aðeins sautján ára og fjörutíu daga. Barcelona gekk frá kaupunum á Pedri frá Las Palmas í september 2019 en hann kom ekki til félagsins fyrr en í sumar. Pedri lék sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona 27. september og leikurinn í gær var hans fyrsti leikur á ferlinum í Meistaradeildinni. HISTÓRICO BRUTAL Dos menores de edad (Ansu Fati y Pedri) han marcado en un mismo partido por PRIMERA VEZ en TODA la historia de la UEFA Champions League #UCL— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2020 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Ungir markaskorarar Barcelona í Meistaradeildinni gerðu gærkvöldið að sögulegu kvöldi í Meistaradeildinni. Ansu Fati og Pedri skoruðu nefnilega báðir í 5-1 sigri Barcelona á ungverska félaginu Ferencváros í fyrsta leik Katalóníuliðsins í riðlakeppninni í vetur. Ansu Fati var í byrjunarliðinu, skoraði annað mark Barcelona og átti einnig stoðsendingu á Philippe Coutinho í þriðja markinu. Pedri kom síðan inn á fyrir Ansu Fati á 62. mínútu leiksins og skoraði fjórða mark Börsunga tuttugu mínútum síðar. Two 17-year-olds have scored in the same #UCL game for the same team for the first time in Champions League history.Ansu Pedri enter the record books. pic.twitter.com/MaDrqdzwgA— Squawka Football (@Squawka) October 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar þar sem tveir sautján ára strákar skora í sama leiknum í keppninni. Ansu Fati og Pedri eru báðir fæddir í lok ársins 2002 og hvorugur þeirra hefur því haldið upp á átján ára afmælið sitt. Ansu Fati verður átján ára 31. október næstkomandi en Pedri þarf að bíða til 25. nóvember. Ansu Fati er búinn að stimpla sig inn hjá Barcelona og skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í fyrra. Hann varð yngsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði á móti Internazionale í desember í fyrra þegar hann var aðeins sautján ára og fjörutíu daga. Barcelona gekk frá kaupunum á Pedri frá Las Palmas í september 2019 en hann kom ekki til félagsins fyrr en í sumar. Pedri lék sinn fyrsta leik með aðalliði Barcelona 27. september og leikurinn í gær var hans fyrsti leikur á ferlinum í Meistaradeildinni. HISTÓRICO BRUTAL Dos menores de edad (Ansu Fati y Pedri) han marcado en un mismo partido por PRIMERA VEZ en TODA la historia de la UEFA Champions League #UCL— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) October 20, 2020
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira