Tugmilljóna kröfu Sjóvár vegna vanhertra bolta vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2020 14:20 Hermann Björnsson hefur verið forstjóri Sjóvár frá árinu 2011. Sjóvá Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi. Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Tugmilljóna fjárkröfu tryggingafélagsins Sjóvár á hendur vélsmiðjunni Hamri og tryggingafélaginu VÍS hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur, þrátt fyrir að dómurinn telji að vélsmiðjan hafi borið fulla ábyrgð á bilun í skipinu Birtingi sem deilt var um í málinu. Krafa Sjóvár í málinu var svo vanreifuð að mati héraðsdóms að vísa varð málinu frá dómi án kröfu. Vélsmiðjan Hamar, sem Síldarvinnslan sem eigandi skipsins leitaði til, sendi menn til þess að vinna taka upp vél skipsins sumarið 2015. Mönnunum fylgdi hins vegar ekki verkstjóri. Fimm dögum eftir að vélarupptektinni lauk bilaði vélin þegar skipið var á hafi úti. Sjóvá, tryggingafélag útgerðarinnar greiddi fyrir viðgerðina á vélinni. Það höfðaði mál á hendur vélsmiðjunni og VÍS, tryggingafélagi vélsmiðjunnar, til þess að fá kostnað sinn greiddan með þeim rökum að vélsmiðjan bæri húsbóndaábyrgð á stöfum viðgerðarmannanna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Vélsmiðjan taldi ekki sannað að bilunin yrði rakin til verka viðgerðarmannanna. Í öðru lagi taldi hún útgerðina hafa stýrt verkinu í reynd. Auk þess bæri vélstjóri skips ætíð ábyrgð á viðgerð vélar þess að lögum. Vélsmiðjan byggði enn fremur á því að bilun vélarinnar yrði rakin til aðgæsluleysis vélstjóra. Að lokum byggði hún á því að fjárkrafa tryggingafélags útgerðarinnar væri vanreifuð. Tjónið rakið til þess að tilteknir boltar hafi ekki verið nægjanlega hertir Dómurinn taldi þó nægjanlega í ljós leitt að bilunin í vélinni yrði rakin til þess að viðgerðarmennirnir sem tóku vélina upp hefðu ekki hert tiltekna bolta nægjanlega. Dómurinn hafnaði öllum rökum vélsmiðjunnar fyrir ábyrgð útgerðarinnar og taldi vélsmiðjuna bera húsbóndaábyrgð á störfum viðgerðarmannanna. Þrátt fyrir að Hamar hafi verið talið ábyrgt fyrir tjóninu vísaði héraðsdómur málinu hins vegar frá þar sem fjárhæð kröfunnar var svo vanreifuð af hálfu Sjóvár að vísa þurfti kröfunni sjálfkrafa frá, samkvæmt lögum um meðferð einkamála Í dómi héraðsdóms er það rakið að til sönnunar fjárhæð tjónsins hafi Sjóvá lagt fram ódagsett yfirlit yfir reikninga vegna viðgerða vélarinnar, þar á meðal vegna launa áhafnar, orkukostnað og hafnargjalda. VÍS og Hamar svöruðu þessu yfirliti í greinargerð vegna málsins þar sem því var mótmælt að einhliða yfirlit á borð við þetta sannaði umfang tjónsins, það væri ekki stutt neinum gögnum og því væri ómögulegt að taka afstöðu til réttmætis þeirra fjárhæða sem taldar voru upp í yfirlitinu. Í dóminum segir á þeim átján mánuðum sem liðu frá því að greinargerðin var sett fram hafi Sjóvá ekki gert neinn reka að því að leggja fram einhvern þeirra reikninga sem sagt var mynda fjárhæð kröfunnar. Því mat dómurinn fjárhæð dómkröfunnar svo vanreifaða að vísa þurfi málinu sjálfkrafa frá dómi.
Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira