Tíu skemmtilegir hlutir sem hægt er að gera með börnunum í haustfríinu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 07:00 Enginn skóli í gær og í dag en það er nóg hægt á tímum eins og þessum. vísir/vilhelm Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sjá meira
Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög