Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. október 2020 17:06 Banaslysið varð í nótt. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Lögreglan á Suðurlandi segir að tilkynning hafi borist rétt upp úr klukkan sjö í morgun til Neyðarlínu um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. „Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn við vinnu á afar stórri jarðýtu, þeirri stærstu sem Liebherr framleiðir. Ýtan er af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vegur um 73 tonn og er í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. „Það er þannig þegar við vinnum vaktavinnu að þá er bara einn á tækinu á hverjum tíma sem vaktin er,“ segir Gísli Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri GT verktaka, í samtali við fréttastofu. Hann segist ekki vita til þess að sérstakar kröfur séu um að starfsmenn hafi samband við hvorn annan á vaktinni og láti vita af sér en þeir séu allir í símasambandi og reglulega sé haft samband við þá. „Það er þannig þegar menn eru á vöktum að þeir heyrast alltaf.“ Þá segir hann ekki vitað hvað hafi gerst. „Það er rétt byrjað að rannsaka þetta, hvað eiginlega gerðist og það veit það enginn. Við höfum ekki heyrt neitt,“ segir Gísli. Ef í ljós komi að breyta þurfi verkferlum til að tryggja betur öryggi vinnufólks verði farið í þá vinnu. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhvern tímann á tímabilinu eftir klukkan 23 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Kl. 07:02 í morgun barst Neyðarlínu tilkynning um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhverntíman á tímabilinu eftir kl. 23:00 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að sinni. Lögreglumál Ölfus Vinnuslys Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Lögreglan á Suðurlandi segir að tilkynning hafi borist rétt upp úr klukkan sjö í morgun til Neyðarlínu um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. „Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn við vinnu á afar stórri jarðýtu, þeirri stærstu sem Liebherr framleiðir. Ýtan er af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vegur um 73 tonn og er í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. „Það er þannig þegar við vinnum vaktavinnu að þá er bara einn á tækinu á hverjum tíma sem vaktin er,“ segir Gísli Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri GT verktaka, í samtali við fréttastofu. Hann segist ekki vita til þess að sérstakar kröfur séu um að starfsmenn hafi samband við hvorn annan á vaktinni og láti vita af sér en þeir séu allir í símasambandi og reglulega sé haft samband við þá. „Það er þannig þegar menn eru á vöktum að þeir heyrast alltaf.“ Þá segir hann ekki vitað hvað hafi gerst. „Það er rétt byrjað að rannsaka þetta, hvað eiginlega gerðist og það veit það enginn. Við höfum ekki heyrt neitt,“ segir Gísli. Ef í ljós komi að breyta þurfi verkferlum til að tryggja betur öryggi vinnufólks verði farið í þá vinnu. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhvern tímann á tímabilinu eftir klukkan 23 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Kl. 07:02 í morgun barst Neyðarlínu tilkynning um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhverntíman á tímabilinu eftir kl. 23:00 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að sinni.
Kl. 07:02 í morgun barst Neyðarlínu tilkynning um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhverntíman á tímabilinu eftir kl. 23:00 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að sinni.
Lögreglumál Ölfus Vinnuslys Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira