Guðmundur Hólmar um atvinnumennskuna: Þetta tók á Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2020 22:00 Guðmundur Hólmar er mættur á Selfoss og hefur farið vel af stað í Olís-deildinni. STÖÐ 2 SPORT Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira