Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2020 11:49 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór. Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór.
Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30