Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir í róðrarvélinni í dag. Skjámynd/Youtube Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Hún átti hins vegar flottan endasprett og slapp við síðasta sætið. Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser unnu sannfærandi sigur. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fjórða í fyrstu grein í ofurúrslitum heimsleikanna eftir flottan endasprett þar sem hún komst fram úr vinkonu sinni Brooke Wells. Katrín Tanja fékk því 35 stig í stað 15 stiga sem Brooke Wells varð að sætta sig við. Katrín Tanja kláraði fyrstu greinina á 15.16;76 mínútum en Brooke Wells. kláraði 15:45,13 mínútum. Perfect your pace. pic.twitter.com/095WrxIO3r— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Tia-Clair Toomey er búin að verða heimsmeistari undanfarin þrjú ár og hún vann sannfærandi sigur í fyrstu greininni. Fyrri hluti fyrstu greinarinnar voru 1500 metrar í róðrarvélinni. Hin nítján ára gamla Haley Adams byrjaði best og kláraði fyrst. Katrín Tanja var síðust til að byrja á seinni hlutanum og dróst ennþá meira aftur úr eftir það. Í seinni hlutanum þá tóku við fimm umferðir með tíu upplyftingum á stöng (muscle-ups) og sjö lóðalyftur frá öxl og upp fyrir haus (shoulder-to-overheads). Þyngdin var tæp 66 kíló hjá konunum. Tia-Clair Toomey var búinn að taka forystuna eftir fyrstu umferðina og stakk síðan algjörlega af. Haley Adams hélt öðru sætinu. Tia kláraði á 12:47,98 mín. en Haley á 13.17.79 mín. Kari Pearce var örugg með þriðja sætið en það var mikil spenna í blálokin þegar Katrín Tanja kom til baka og kláraði á undan Brooke Wells. Mathew Fraser hefur unnið heimsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár og hann byrjaði úrslitin á sannfærandi sigri í fyrstu grein. Fraser kláraði fyrstu grein á þrettán mínútum og 07,02 sekúndum. Annar var landi hans Justin Medeiros sem endaði reyndar aðeins rúmum átta sekúndum eftir Fraser. Fraser gerði smá mistök í einni af síðustu lyftunum en sigur hans var þó aldrei í mikilli hættu. Samuel Kwant náði einnig að klára á innan við fjórtán mínútum, Kanadamaðurinn Jeffrey Adler varð fjórði. Noah Ohlsen varð síðan fimmti, rúmum tveimur og hálfri mínútu á eftir fjórða sætinu. Hann náði þó að klára og fékk því sín fimmtán stig en hann annars hefði hann ekki fengið neitt stig. Men s Event 1 - 2007 Reload 1. @MathewFras - 13:07.022. Justin Medeiros - 13:15.163. Samuel Kwant - 13:38.294. Jeffrey Adler - 14:03.425. @nohlsen -16:48.36 pic.twitter.com/Q71CNc6PHj— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. Hún átti hins vegar flottan endasprett og slapp við síðasta sætið. Tia-Clair Toomey og Mathew Fraser unnu sannfærandi sigur. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð fjórða í fyrstu grein í ofurúrslitum heimsleikanna eftir flottan endasprett þar sem hún komst fram úr vinkonu sinni Brooke Wells. Katrín Tanja fékk því 35 stig í stað 15 stiga sem Brooke Wells varð að sætta sig við. Katrín Tanja kláraði fyrstu greinina á 15.16;76 mínútum en Brooke Wells. kláraði 15:45,13 mínútum. Perfect your pace. pic.twitter.com/095WrxIO3r— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Tia-Clair Toomey er búin að verða heimsmeistari undanfarin þrjú ár og hún vann sannfærandi sigur í fyrstu greininni. Fyrri hluti fyrstu greinarinnar voru 1500 metrar í róðrarvélinni. Hin nítján ára gamla Haley Adams byrjaði best og kláraði fyrst. Katrín Tanja var síðust til að byrja á seinni hlutanum og dróst ennþá meira aftur úr eftir það. Í seinni hlutanum þá tóku við fimm umferðir með tíu upplyftingum á stöng (muscle-ups) og sjö lóðalyftur frá öxl og upp fyrir haus (shoulder-to-overheads). Þyngdin var tæp 66 kíló hjá konunum. Tia-Clair Toomey var búinn að taka forystuna eftir fyrstu umferðina og stakk síðan algjörlega af. Haley Adams hélt öðru sætinu. Tia kláraði á 12:47,98 mín. en Haley á 13.17.79 mín. Kari Pearce var örugg með þriðja sætið en það var mikil spenna í blálokin þegar Katrín Tanja kom til baka og kláraði á undan Brooke Wells. Mathew Fraser hefur unnið heimsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár og hann byrjaði úrslitin á sannfærandi sigri í fyrstu grein. Fraser kláraði fyrstu grein á þrettán mínútum og 07,02 sekúndum. Annar var landi hans Justin Medeiros sem endaði reyndar aðeins rúmum átta sekúndum eftir Fraser. Fraser gerði smá mistök í einni af síðustu lyftunum en sigur hans var þó aldrei í mikilli hættu. Samuel Kwant náði einnig að klára á innan við fjórtán mínútum, Kanadamaðurinn Jeffrey Adler varð fjórði. Noah Ohlsen varð síðan fimmti, rúmum tveimur og hálfri mínútu á eftir fjórða sætinu. Hann náði þó að klára og fékk því sín fimmtán stig en hann annars hefði hann ekki fengið neitt stig. Men s Event 1 - 2007 Reload 1. @MathewFras - 13:07.022. Justin Medeiros - 13:15.163. Samuel Kwant - 13:38.294. Jeffrey Adler - 14:03.425. @nohlsen -16:48.36 pic.twitter.com/Q71CNc6PHj— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig
Stig eftir fyrstu grein í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 100 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 75 stig 3. Kari Pearce, Bandaríkjunum 55 stig 4. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 35 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 15 stig Stig eftir fyrstu grein í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 100 stig 2. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 75 stig 3. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 55 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 35 stig 5. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 15 stig
CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira