Borðleggjandi Svafar Helgason skrifar 23. október 2020 18:00 Ef ég hefði spurt næstu manneskju úti á götu fyrir viku síðan hvað henni þætti um það að lögreglufólk bæru á búningi sínum nýnasistamerki ætti ég bágt með að trú að svarið við því væri eitthvað loðið eða flókið. Ég stend í þeirri trú að það sé hreinlega innmúrað í samfélagssáttmálanum að slíkt eigi ekki að eiga sér stað, af ásetningi eður ei. Að það sé borðleggjandi almenn skynsemi og ekki eitthvað róttækt PC væl að líta á það verulega alvarlegum augum ef slík uppákoma á sér stað. Lögreglan hefur það meðal annars þau hlutverk í samfélaginu að veita vernd og hjálpa fólki ef það er í hættu. Lögreglufólk þurfa að vera aðilar sem allir þjóðfélagshópar geti treyst sér til að leita til. Auðvitað eru starfsmenn lögreglunar bara venjulegt fólk og hjá þeim finnast mannlegir breiskleikar eins og hjá okkur öllum. Þess vegna skiptir svo miklu máli að hægt sé að ganga að þeim jöfnum og ekki sé alið á áhyggjum um það hvort tiltekinn lögregluþjónn beri innra með sér illvilja í garð náungans. Lögreglan fer með ofbeldisvald yfir þjóðinni og ekkert er eðlilegra en að borgarar hafi skoðanir á því hvernig lögreglan fer með það vald. Nú er vinnustaðamenning og almennar skoðanir lögreglufólks ekki mjög gegnsætt fyrirbæri. Vita má þó að þetta er gríðarlega erfitt og álagsþungt starf, og ekki nægilega vel borgað. Þegar bætt er ofan á það þá staðreynd að valdbeiting hefur áhrif á geðheilsu er það deginum ljósara að lögreglufólk eigi að fá stuðning í starfi sínu og almenninlega hjálp þegar á bjátar. Þegar löggur fara að bera á sér merki með hauskúpum þá er eðlilegt að fólk spurji sig á hvaða vegferð þau sem gegna valdastöðum yfir okkur séu, því það er erfitt að lesa vinaleg skilaboð úr slíku. Þegar bætt er við að hauskúpan sé tákn skáldpersónunni Punisher, en sú tekur lög og dóm í eigin hendur og myrðir glæpamenn án allrar kerfislegrar meðferðar, eru skilaboðin þeim mun óþægilegri. Þegar á því er bætt að fáninn bak við hauskúpuna hefur verið þekkt nýnasista tákn í u.þ.b tuttugu ár þá eru skilaboðin orðin ógnandi þeim sem þekkja til þessara samsettra þátta. Mörg hafa þó sagst ekki þekkja til þessara tákna og sjá ekki ógnina fólgna í þeim.Gerum okkur grein fyrir því hvernig hundaflautur verka. Það að flestir geri sér ekki grein fyrir nýnasistatengingu ákveðina merkja er einmitt tilgangurinn. Þá þekkja aðrir "innvinklaðir" nýnasistar merkin sem og jaðarsettir þjóðfélagshópar á meðan meðal jón/ína kannast ekkert við merkinguna á bak við. Þegar Punisher kúpan er sett á Vínlandsfána þá er alveg skýrt út frá samhenginu að hér sé um merki að ræða sem opinber lögregluþjónn ætti aldrei að bera. Þetta merki er réttilega hægt að túlka sem ógnunartilburði við ákveðna minnihlutahópa. Nú má alveg velta fyrir sér hvort að lögregukonan hafi verið ein af þessum meðal jón/ínum sem ekki þekkja þessa tengingu en hún bar samt þetta merki á sér í nokkur ár. Viðbrögðin hjá henni ætti eðlilega að vera hryllingur um að slíkt merki gæti hafa tengst störfum hennar á nokkurn máta eftir að í ljós kemur hvaða þýðingu það ber. Hversu margar manneskjur fundu gagnvart vantrausti eða ótta við að sjá þetta merki á henni? Ein viðbröð væru að vera reið eða sár gagnvart þeim sem plötuðu upp á sig að ganga með slíkt merki, jafnvel sorg og eftirsjá yfir að hafa þurft að bera það, og já skömm. Það voru þó ekki viðbrögð lögreglukonunar heldur ósætti við að merkin sem hún bar væru túlkuð á máta sem fólki finnst ógnandi. Nú er ég ekki talsmaður þess að það eigi að hundellta fólk og reyna að troða upp á það skömm, það er líklega engum greiði gerður með slíku. Ég var ánægður með viðbrögð dómsmálaráðherra og yfirlögregluþjóna með að gera það skýrt og frá upphafi að þetta væri óviðunandi uppákoma og myndi ekki eiga sér stað aftur. En svo tók Arinbjörn formaður samtaka lögreglumanna til máls og krafðist þess að Þórhildur Sunna þingmaður Pírata segði af sér fyrir það að vilja láta rannsaka hvort þekkingarleysi á rasískum táknum eða hvort rasismi hafi átt lykilhlutverk í því að lögreglufólk væru að merkja sig slíkum táknum. Ég hef aldrei verið ánægðari með að hún Þórhildur Sunna sé á þingi til að bera upp heiðri almennrar skynsemi og satt best að segja þá vekur það furðu mína að hún sé einhvernvegin ein á þeim báti. Viðbrögð Arinbjörns og einnig annara sem pökkuðu í vörn innan lögreglunar eru áhyggjuefni. Fólk sér bæði mynd af lögregluþjóni með þetta nýnasistamerki á sér og svo viðbrögð innan lögreglunar um samstöðu um að firra sig gagnrýni fyrir að bera nýnasistamerki. Hvernig á landinn að bregðast við því? Í gærmorgun var ég mjög sáttur við viðbrögð lögreglunar og taldi ekki ástæða til að ætla að mikill rasimi eða meðvirkni gagnvart rasisma viðgengist hjá lögreglunni en eftir orðræðuna eftir því sem deginum leið get ég ekki verið eins viss og það veldur mér alvarlegum áhyggjum um hag nokkura vina minna ef þeir þurfa lögregluaðstoð. Þetta eru ekki bara einhverjar úthrópanir þetta eru raunverulegar áhyggjur hjá fólki. Það vald sem lögreglan býr yfir í samfélaginu krefst þess af okkur í samfélaginu að við segjum upphátt þegar eitthvað óþægilegt kemur upp á um störf hennar. Lögreglan kemur okkur öllum við. Það er ekki boðlegt fyrir lögreglufólk núna að pakka í vörn gegn þeirri einföldu kröfu um að bera ekki ógnandi merki á sér eða merki sem tengjast nýnasistahreyfingum. Það er ekki loðið og það er ekki flókið. Þetta á að vera borðleggjandi.Ef ég spyrði manneskju núna úti á götu hvað henni þætti um það að lögreglufólk bæru á búningi sínum nýnasistamerki og svarið voðalega loðið og flókið þá er það líklega stærsti sigur sem nýnasistarnir í Norðurvígi hafa unnið til á klakanum, jafnvel ef þeir unnu ekki til þess sjálfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Ef ég hefði spurt næstu manneskju úti á götu fyrir viku síðan hvað henni þætti um það að lögreglufólk bæru á búningi sínum nýnasistamerki ætti ég bágt með að trú að svarið við því væri eitthvað loðið eða flókið. Ég stend í þeirri trú að það sé hreinlega innmúrað í samfélagssáttmálanum að slíkt eigi ekki að eiga sér stað, af ásetningi eður ei. Að það sé borðleggjandi almenn skynsemi og ekki eitthvað róttækt PC væl að líta á það verulega alvarlegum augum ef slík uppákoma á sér stað. Lögreglan hefur það meðal annars þau hlutverk í samfélaginu að veita vernd og hjálpa fólki ef það er í hættu. Lögreglufólk þurfa að vera aðilar sem allir þjóðfélagshópar geti treyst sér til að leita til. Auðvitað eru starfsmenn lögreglunar bara venjulegt fólk og hjá þeim finnast mannlegir breiskleikar eins og hjá okkur öllum. Þess vegna skiptir svo miklu máli að hægt sé að ganga að þeim jöfnum og ekki sé alið á áhyggjum um það hvort tiltekinn lögregluþjónn beri innra með sér illvilja í garð náungans. Lögreglan fer með ofbeldisvald yfir þjóðinni og ekkert er eðlilegra en að borgarar hafi skoðanir á því hvernig lögreglan fer með það vald. Nú er vinnustaðamenning og almennar skoðanir lögreglufólks ekki mjög gegnsætt fyrirbæri. Vita má þó að þetta er gríðarlega erfitt og álagsþungt starf, og ekki nægilega vel borgað. Þegar bætt er ofan á það þá staðreynd að valdbeiting hefur áhrif á geðheilsu er það deginum ljósara að lögreglufólk eigi að fá stuðning í starfi sínu og almenninlega hjálp þegar á bjátar. Þegar löggur fara að bera á sér merki með hauskúpum þá er eðlilegt að fólk spurji sig á hvaða vegferð þau sem gegna valdastöðum yfir okkur séu, því það er erfitt að lesa vinaleg skilaboð úr slíku. Þegar bætt er við að hauskúpan sé tákn skáldpersónunni Punisher, en sú tekur lög og dóm í eigin hendur og myrðir glæpamenn án allrar kerfislegrar meðferðar, eru skilaboðin þeim mun óþægilegri. Þegar á því er bætt að fáninn bak við hauskúpuna hefur verið þekkt nýnasista tákn í u.þ.b tuttugu ár þá eru skilaboðin orðin ógnandi þeim sem þekkja til þessara samsettra þátta. Mörg hafa þó sagst ekki þekkja til þessara tákna og sjá ekki ógnina fólgna í þeim.Gerum okkur grein fyrir því hvernig hundaflautur verka. Það að flestir geri sér ekki grein fyrir nýnasistatengingu ákveðina merkja er einmitt tilgangurinn. Þá þekkja aðrir "innvinklaðir" nýnasistar merkin sem og jaðarsettir þjóðfélagshópar á meðan meðal jón/ína kannast ekkert við merkinguna á bak við. Þegar Punisher kúpan er sett á Vínlandsfána þá er alveg skýrt út frá samhenginu að hér sé um merki að ræða sem opinber lögregluþjónn ætti aldrei að bera. Þetta merki er réttilega hægt að túlka sem ógnunartilburði við ákveðna minnihlutahópa. Nú má alveg velta fyrir sér hvort að lögregukonan hafi verið ein af þessum meðal jón/ínum sem ekki þekkja þessa tengingu en hún bar samt þetta merki á sér í nokkur ár. Viðbrögðin hjá henni ætti eðlilega að vera hryllingur um að slíkt merki gæti hafa tengst störfum hennar á nokkurn máta eftir að í ljós kemur hvaða þýðingu það ber. Hversu margar manneskjur fundu gagnvart vantrausti eða ótta við að sjá þetta merki á henni? Ein viðbröð væru að vera reið eða sár gagnvart þeim sem plötuðu upp á sig að ganga með slíkt merki, jafnvel sorg og eftirsjá yfir að hafa þurft að bera það, og já skömm. Það voru þó ekki viðbrögð lögreglukonunar heldur ósætti við að merkin sem hún bar væru túlkuð á máta sem fólki finnst ógnandi. Nú er ég ekki talsmaður þess að það eigi að hundellta fólk og reyna að troða upp á það skömm, það er líklega engum greiði gerður með slíku. Ég var ánægður með viðbrögð dómsmálaráðherra og yfirlögregluþjóna með að gera það skýrt og frá upphafi að þetta væri óviðunandi uppákoma og myndi ekki eiga sér stað aftur. En svo tók Arinbjörn formaður samtaka lögreglumanna til máls og krafðist þess að Þórhildur Sunna þingmaður Pírata segði af sér fyrir það að vilja láta rannsaka hvort þekkingarleysi á rasískum táknum eða hvort rasismi hafi átt lykilhlutverk í því að lögreglufólk væru að merkja sig slíkum táknum. Ég hef aldrei verið ánægðari með að hún Þórhildur Sunna sé á þingi til að bera upp heiðri almennrar skynsemi og satt best að segja þá vekur það furðu mína að hún sé einhvernvegin ein á þeim báti. Viðbrögð Arinbjörns og einnig annara sem pökkuðu í vörn innan lögreglunar eru áhyggjuefni. Fólk sér bæði mynd af lögregluþjóni með þetta nýnasistamerki á sér og svo viðbrögð innan lögreglunar um samstöðu um að firra sig gagnrýni fyrir að bera nýnasistamerki. Hvernig á landinn að bregðast við því? Í gærmorgun var ég mjög sáttur við viðbrögð lögreglunar og taldi ekki ástæða til að ætla að mikill rasimi eða meðvirkni gagnvart rasisma viðgengist hjá lögreglunni en eftir orðræðuna eftir því sem deginum leið get ég ekki verið eins viss og það veldur mér alvarlegum áhyggjum um hag nokkura vina minna ef þeir þurfa lögregluaðstoð. Þetta eru ekki bara einhverjar úthrópanir þetta eru raunverulegar áhyggjur hjá fólki. Það vald sem lögreglan býr yfir í samfélaginu krefst þess af okkur í samfélaginu að við segjum upphátt þegar eitthvað óþægilegt kemur upp á um störf hennar. Lögreglan kemur okkur öllum við. Það er ekki boðlegt fyrir lögreglufólk núna að pakka í vörn gegn þeirri einföldu kröfu um að bera ekki ógnandi merki á sér eða merki sem tengjast nýnasistahreyfingum. Það er ekki loðið og það er ekki flókið. Þetta á að vera borðleggjandi.Ef ég spyrði manneskju núna úti á götu hvað henni þætti um það að lögreglufólk bæru á búningi sínum nýnasistamerki og svarið voðalega loðið og flókið þá er það líklega stærsti sigur sem nýnasistarnir í Norðurvígi hafa unnið til á klakanum, jafnvel ef þeir unnu ekki til þess sjálfir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun