Býst við fleiri smitum á Landakoti Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. október 2020 11:34 Þetta er í annað skiptið sem kórónuveirusmit koma upp á Landakoti. Fyrst gerðist það í mars. Vísir/Vilhelm Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. Landakotsspítala var lokað eftir að hópsmitið kom upp. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú séu sextán sjúklingar og tíu starfsmenn smitaðir. Hátt í hundrað starfsmenn séu í sóttkví. „Ég held að það séu nú kannski ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Við eigum eftir að fá fleiri sem bætast í þennan hóp en vonandi ekki svo marga í viðbót,“ segir hann. Uppruni sýkingarinnar hefur ekki verið rakinn en Þórólfur segir aðeins þrjá leiðir sem veiran hafi getað farið inn á sjúkrahúsið: með starfsmönnum, sjúklingum eða aðstandendum þeirra. „Það sýnir sig bara hvað þetta er viðkvæmt og oft erfitt. Það þarf ekki mikið til að veiran geti komist inn í þessa viðkvæmu hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir,“ segir hann. Stór hluti þeirra 76 einstaklinga sem greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær var á Landakoti. Nýju smitum hafði fækkað nokkuð undanfarna daga en fjöldinn í gær er sá mesti frá 14. október. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir þetta nokkuð bakslag en breyti þó ekki stöðu faraldursins svo mikið. „Við höfum alltaf talað um það að við getum búist við því að sjá svona hópsýkingar þannig að kúrfan getur verið upp og niður á milli daga,“ segir hann og bendir á að af þeim sem greindust í gær hafi um 80% verið í sóttkví. „Það er ljósi punkturinn í þessu þannig að vonandi tekst bara að ná fljótt utan um þetta,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40 Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48 Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Sjá meira
Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. Landakotsspítala var lokað eftir að hópsmitið kom upp. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú séu sextán sjúklingar og tíu starfsmenn smitaðir. Hátt í hundrað starfsmenn séu í sóttkví. „Ég held að það séu nú kannski ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Við eigum eftir að fá fleiri sem bætast í þennan hóp en vonandi ekki svo marga í viðbót,“ segir hann. Uppruni sýkingarinnar hefur ekki verið rakinn en Þórólfur segir aðeins þrjá leiðir sem veiran hafi getað farið inn á sjúkrahúsið: með starfsmönnum, sjúklingum eða aðstandendum þeirra. „Það sýnir sig bara hvað þetta er viðkvæmt og oft erfitt. Það þarf ekki mikið til að veiran geti komist inn í þessa viðkvæmu hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir,“ segir hann. Stór hluti þeirra 76 einstaklinga sem greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær var á Landakoti. Nýju smitum hafði fækkað nokkuð undanfarna daga en fjöldinn í gær er sá mesti frá 14. október. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir þetta nokkuð bakslag en breyti þó ekki stöðu faraldursins svo mikið. „Við höfum alltaf talað um það að við getum búist við því að sjá svona hópsýkingar þannig að kúrfan getur verið upp og niður á milli daga,“ segir hann og bendir á að af þeim sem greindust í gær hafi um 80% verið í sóttkví. „Það er ljósi punkturinn í þessu þannig að vonandi tekst bara að ná fljótt utan um þetta,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40 Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48 Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Sjá meira
Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40
Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48
Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53