Einum leik er lokið í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en stórveldið Ajax heimsótti VVV Venlo.
Óhætt er að segja að ekki hafi verið mikið jafnræði með liðunum en staðan í leikhléi var 0-4 fyrir Ajax.
Á 52.mínútu fékk Christiaan Kum, leikmaður Venlo, að líta rauða spjaldið og það var um það bil það síðasta sem heimamenn þurftu.
Einum fleiri tóku liðsmenn Ajax sig til og gjörsamlega gengu frá liði Venlo. Fór að lokum svo að leiknum lauk með þrettán marka sigri Ajax, 0-13.
13 - @AFCAjax are the first team ever to score 13 goals in a single Eredivisie game, breaking their own record from May 1972 (12-1 v Vitesse). Record. pic.twitter.com/rFaH9nh7hn
— OptaJohan (@OptaJohan) October 24, 2020
Algjörlega ótrúleg úrslit í efstu deild en Ajax bætti þar með met yfir flest skoruð mörk í einum leik í hollensku úrvalsdeildinni en Ajax átti gamla metið sem var 12 en Ajax vann 12-1 sigur á Vitesse árið 1974.