Annie Mist lofsamar Katrínu: „Hún getur alltaf komið manni á óvart“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2020 10:30 Annie í viðtalinu við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. stöð 2 Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, segir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé mögnuð keppnismanneskja sem þrífst á því að keppa við aðra. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi er hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram með öðruvísi þetta árið en nú fara fram svokölluð ofurúrslit þar sem fimm efstu í undankeppninni keppa um gullið. Ísland á þar einn keppenda en það er Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Möguleikar Katrínar eru mjög góðir. Hún er nú þegar orðin topp fimm í heiminum. Málið við hana er að það skiptir ekki máli hvernig mótið byrjar, það er ekki búið hjá henni fyrr en allar greinarnar eru búnar,“ sagði Annie er hún var spurð út í möguleika Katrínar. Katrín og Annie hafa lengið verið æfingarfélagar en Annie varð fyrsta konan í heiminum til að vinna Crossfit leikana tvisvar í röð. Hún varð heimsmeistari árin 2011 og 2012 og í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. „Katrín er ein af þessum manneskjum sem heldur áfram að berjast og það skiptir ekki máli hvar hún er. Hún getur alltaf komið manni á óvart. Það kæmi engum á óvart ef hún myndi vinna leikana í ár.“ Annie segir að það hafi mikið gengið á hjá Katrínu á þessu ári. Hún hafi lent í meiðslum sem hafi aftrað henni en segir möguleika að seinkun heimsleikana vegna kórónuveirunnar hafi mögulega hjálpað henni að ná sér góðri af meiðslunum. „Hún er búin að fara í gegnum erfitt ár í ár. Hún hefur verið að glíma við bakmeiðsli og það var held ég mjög hentugt fyrir hana að leikarnir frestuðust aðeins. Hún er á mjög góðum stað, andlega og líkamlega. Það verður erfitt að vinna Tiu en ef einhver getur það er það Katrín.“ Yfirleitt eru heimsleikarnir með stærra sniði en vegna kórónuveirunnar var þetta skorið niður. Einungis fimm karlar og fimm konur keppa í Bandaríkjunum um helgina og það eru kostir og gallar við það, segir Annie. Plúsar og mínusar við fimm manna úrslitin „Ég held að það sé ákveðinn léttir að vera ekki með eins marga að keppa. Það er allavega það sem mér finnst. Þær greinar sem hræða mig mest eru þær sem eru margir að byrja í einu og maður er ekki með sína braut eða sín tæki. Það er verið að berjast um sinn stað; í hlaupum og syndi og svona.“ „Núna er það ekki. Þú ert bara með þessa fimm og þarft bara að fókusera á þig og fjórar aðrar. Ég myndi halda að það væri skemmtileg staða að vera í að berjast við þessar fjórar stelpur. Að sjálfsögðu þá missirðu adrenalínið að vera með alla áhorfendurna. Það er eitthvað sem maður myndi aldrei vilja missa. Áhorfendurna og fólkið þitt í kringum þig; fjölskylduna, vinina og ættingja sem koma og styðja mann.“ „Ég held að það sé mjög skrýtið að keppa undir þessum kringumstæðum og örugglega erfiðara að keyra sig inn í svona keppnisgírinn. En að vera komin á staðinn og klukkan fer í gang og þú ert bara að fókusera á þig. Ég held að það breyti ekki svakalega miklu.“ En hvernig myndi Annie Mist lýsa Katrínu? „Ætli það sé ekki þrautseigjan. Það er aldrei búið, sama hvernig hlutirnir ganga. Þetta er búið að vera skrýtið ár og erfitt ár. Katrín er búin að vera föst úti og hefur ekki komist heim síðan í janúar held ég. Þetta er það sem hún er búin að einbeita sér að. Að koma sér í gang og vera tilbúin fyrir leikana. Hún er keppnismanneskja. Við erum það allar en hún þrífst á því að keppa við aðra og þess vegna er hún þar sem hún er,“ sagði Annie. Síðasti dagur leikanna fer fram í dag og Vísir mun eins og alla helgina fylgjast vel með Katrínu. Klippa: Sportpakkinn - Annie Mist CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, segir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé mögnuð keppnismanneskja sem þrífst á því að keppa við aðra. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi er hún ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram með öðruvísi þetta árið en nú fara fram svokölluð ofurúrslit þar sem fimm efstu í undankeppninni keppa um gullið. Ísland á þar einn keppenda en það er Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Möguleikar Katrínar eru mjög góðir. Hún er nú þegar orðin topp fimm í heiminum. Málið við hana er að það skiptir ekki máli hvernig mótið byrjar, það er ekki búið hjá henni fyrr en allar greinarnar eru búnar,“ sagði Annie er hún var spurð út í möguleika Katrínar. Katrín og Annie hafa lengið verið æfingarfélagar en Annie varð fyrsta konan í heiminum til að vinna Crossfit leikana tvisvar í röð. Hún varð heimsmeistari árin 2011 og 2012 og í öðru sæti á leikunum árin 2010 og 2014. „Katrín er ein af þessum manneskjum sem heldur áfram að berjast og það skiptir ekki máli hvar hún er. Hún getur alltaf komið manni á óvart. Það kæmi engum á óvart ef hún myndi vinna leikana í ár.“ Annie segir að það hafi mikið gengið á hjá Katrínu á þessu ári. Hún hafi lent í meiðslum sem hafi aftrað henni en segir möguleika að seinkun heimsleikana vegna kórónuveirunnar hafi mögulega hjálpað henni að ná sér góðri af meiðslunum. „Hún er búin að fara í gegnum erfitt ár í ár. Hún hefur verið að glíma við bakmeiðsli og það var held ég mjög hentugt fyrir hana að leikarnir frestuðust aðeins. Hún er á mjög góðum stað, andlega og líkamlega. Það verður erfitt að vinna Tiu en ef einhver getur það er það Katrín.“ Yfirleitt eru heimsleikarnir með stærra sniði en vegna kórónuveirunnar var þetta skorið niður. Einungis fimm karlar og fimm konur keppa í Bandaríkjunum um helgina og það eru kostir og gallar við það, segir Annie. Plúsar og mínusar við fimm manna úrslitin „Ég held að það sé ákveðinn léttir að vera ekki með eins marga að keppa. Það er allavega það sem mér finnst. Þær greinar sem hræða mig mest eru þær sem eru margir að byrja í einu og maður er ekki með sína braut eða sín tæki. Það er verið að berjast um sinn stað; í hlaupum og syndi og svona.“ „Núna er það ekki. Þú ert bara með þessa fimm og þarft bara að fókusera á þig og fjórar aðrar. Ég myndi halda að það væri skemmtileg staða að vera í að berjast við þessar fjórar stelpur. Að sjálfsögðu þá missirðu adrenalínið að vera með alla áhorfendurna. Það er eitthvað sem maður myndi aldrei vilja missa. Áhorfendurna og fólkið þitt í kringum þig; fjölskylduna, vinina og ættingja sem koma og styðja mann.“ „Ég held að það sé mjög skrýtið að keppa undir þessum kringumstæðum og örugglega erfiðara að keyra sig inn í svona keppnisgírinn. En að vera komin á staðinn og klukkan fer í gang og þú ert bara að fókusera á þig. Ég held að það breyti ekki svakalega miklu.“ En hvernig myndi Annie Mist lýsa Katrínu? „Ætli það sé ekki þrautseigjan. Það er aldrei búið, sama hvernig hlutirnir ganga. Þetta er búið að vera skrýtið ár og erfitt ár. Katrín er búin að vera föst úti og hefur ekki komist heim síðan í janúar held ég. Þetta er það sem hún er búin að einbeita sér að. Að koma sér í gang og vera tilbúin fyrir leikana. Hún er keppnismanneskja. Við erum það allar en hún þrífst á því að keppa við aðra og þess vegna er hún þar sem hún er,“ sagði Annie. Síðasti dagur leikanna fer fram í dag og Vísir mun eins og alla helgina fylgjast vel með Katrínu. Klippa: Sportpakkinn - Annie Mist
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira