Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. október 2020 08:00 Það getur verið sárt að finnast yfirmaðurinn þinn halda upp á annað starfsfólk meira en þig. Vísir/Getty Ein algengasta ástæðan fyrir því að fólk skiptir um starf er að því finnst það ekki metið að verðleikum í þeirri vinnu sem það var í. Stundum spilar þar inn í sambandið og samskipti við yfirmanninn sem margir hverjir virðast halda meira upp á sumt starfsfólk en annað. Og það getur verið sárt að tilheyra þeim hópi fólks, sem er ekki í „uppáhaldi.“ En hvað er til ráða í þessu? Ólíkleg leið til árangurs væri að ræða málin við yfirmanninn því fæstir stjórnendur myndu viðurkenna að þeir héldu meira upp á sumt starfsfólk en annað. Í rannsóknum hefur það þó sýnt sig að rúmlega helmingur stjórnenda viðurkennir að hafa stundum tekið ákvarðanir, jafnvel um stöðuhækkanir, sem byggja á þeirra persónulegu mati á fólki sem það heldur meira upp á en annað starfsfólk. Fólk sem upplifir þessa stöðu og finnur jafnvel til afbrýðisemi í garð þeirra sem það finnst vera í uppáhaldi hjá yfirmanninum, er bent á að skoða eftirarandi. 1. Að breyta aðferðarfræði í stað of mikillar vinnu Eitt af því sem margir gera er að reyna að vinna meir og afkasta fleiru á styttri tíma í von um að vinnan skili sér í meiri eftirtekt á þeirra störf og framlag. Hættan við þetta er hins vegar að fólk endar oft með að ofgera sér og gefst upp. Að prófa öðruvísi aðferðir í nálgun og samskiptum við yfirmanninn gæti verið betri leið. Í umfjöllun Fastcompany er tekið dæmi um konu sem fannst yfirmaður sinn alltaf frekar fjarlægur í samtölum við hana en voða hress þegar hann ræddi við aðra. Hún ákvað því að prófa þrjár mismunandi á þriggja mánaða tímabili í því hvernig hún nálgaðist yfirmanninn og meta það á þeim tíma, hvaða samskiptaleið virkaði best. Í hennar tilfelli fór hún að velja betur hvenær hún ræddi við yfirmanninn og um hvað. Hún passaði sig betur á því að fara ekki í of mikil smáatriði þegar hún var að veita upplýsingar. Hún fór jafnframt að deila upplýsingum með yfirmanninum sem henni datt í hug að myndu nýtast honum. Fyrir þessa konu, breyttu þessar áherslur hennar sjálfrar því hvernig samskiptin og sambandið hennar var við yfirmanninn. Breytt aðferðarfræði gæti verið góð leið fyrir fleiri. Ef það dugir ekki til, er mælt með því að fólk gefi sér tíma í að endurskoða sitt eigið sjálfsmat og velta fyrir sér þeim atriðum sem það vill helst bæta sig í. 2. Að forðast dramatík Algeng gryfja sem fólk fellur í er að fara að keppa við það samstarfsfólk sem yfirmaðurinn er að halda upp á. Þetta er ekki rétta leiðin. Frekar er mælt með því að fólk einblíni á sína eigin styrkleika, hvað það er í vinnunni sem fólk gerir sérstaklega vel og hvað mögulega væri hægt að bæta. Sem dæmi má nefna konu sem var millistjórnandi og fannst yfirmaðurinn hennar aldrei ánægður með neitt henni tengt. Stundum fannst henni jafnvel eins og yfirmaðurinn ynni á móti sér og velti fyrir sér hvort þau væru ekki í sama liði? Það sem hún ákvað að gera var að láta hegðun yfirmannsins ekki fara í taugarnar á sér, sama hvað væri, heldur einbeita sér eingöngu að sínum eigin stjórnunarverkefnum og að byggja upp sitt eigið teymi. Þannig lét hún alla orku fara í að ná árangri í sínu starfi, óháð skoðunum yfirmannsins. Á endanum fór svo að það var yfirmaðurinn sem færðist til í starfi en ekki hún. 3. Að sjá jákvæðu hliðarnar Þá er á það bent að það geta líka fylgt því ágætis kostir að vera ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum. Því í hvaða stöðu er það fólk? Í sumum tilfellum er raunveruleg staða sú að fólk sem er „uppáhalds“ hjá yfirmanninum finnst stundum eins og þeirra eigin framlag eða hæfni í vinnu sé ekki metin að verðleikum því svo mikil orka fer í samskipti við yfirmanninn sem í raun koma vinnunni ekkert við. Þá vill það gjarnan gerast að yfirmenn telja sig oft hafa greiðari aðgang að „uppáhalds“ starfsfólkinu og er því að ræða við það í tíma og ótíma. Líka á kvöldin eða um helgar. Eins gera yfirmenn oftar ráð fyrir því að það starfsfólk sem þeir halda sérstaklega upp á, sýni þeim stuðning í einu og öllu sem mögulega kann að koma upp. Í þessu samhengi má fólk því velta fyrir sér hversu öfundsverð sú staða er í raun að teljast „uppáhalds“ hjá yfirmanninum og þá hvort það að teljast frekar „hlutlaus“ sem starfsmaður sé ekki bara ágætis staður að vera á? Að þessu sögðu er mælt með því að fólk reyni þó að öllu jöfnu að vera í góðu sambandi við sína yfirmenn. Sérstaklega ef það er í starfi sem það vill vera í áfram og lítur á sem mikilvægt starf fyrir sinn starfsframa. Góðu ráðin Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það rætt og fjallað hvernig stjórnendur eigi helst að beita sér og hegða gagnvart starfsfólki sínu en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. 18. ágúst 2020 09:00 Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00 Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Það dreymir marga um að eiga meiri peninga. En til að þéna meiri peninga ætti fyrst að huga að eigin hamingju því það segja rannsóknir. 5. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Ein algengasta ástæðan fyrir því að fólk skiptir um starf er að því finnst það ekki metið að verðleikum í þeirri vinnu sem það var í. Stundum spilar þar inn í sambandið og samskipti við yfirmanninn sem margir hverjir virðast halda meira upp á sumt starfsfólk en annað. Og það getur verið sárt að tilheyra þeim hópi fólks, sem er ekki í „uppáhaldi.“ En hvað er til ráða í þessu? Ólíkleg leið til árangurs væri að ræða málin við yfirmanninn því fæstir stjórnendur myndu viðurkenna að þeir héldu meira upp á sumt starfsfólk en annað. Í rannsóknum hefur það þó sýnt sig að rúmlega helmingur stjórnenda viðurkennir að hafa stundum tekið ákvarðanir, jafnvel um stöðuhækkanir, sem byggja á þeirra persónulegu mati á fólki sem það heldur meira upp á en annað starfsfólk. Fólk sem upplifir þessa stöðu og finnur jafnvel til afbrýðisemi í garð þeirra sem það finnst vera í uppáhaldi hjá yfirmanninum, er bent á að skoða eftirarandi. 1. Að breyta aðferðarfræði í stað of mikillar vinnu Eitt af því sem margir gera er að reyna að vinna meir og afkasta fleiru á styttri tíma í von um að vinnan skili sér í meiri eftirtekt á þeirra störf og framlag. Hættan við þetta er hins vegar að fólk endar oft með að ofgera sér og gefst upp. Að prófa öðruvísi aðferðir í nálgun og samskiptum við yfirmanninn gæti verið betri leið. Í umfjöllun Fastcompany er tekið dæmi um konu sem fannst yfirmaður sinn alltaf frekar fjarlægur í samtölum við hana en voða hress þegar hann ræddi við aðra. Hún ákvað því að prófa þrjár mismunandi á þriggja mánaða tímabili í því hvernig hún nálgaðist yfirmanninn og meta það á þeim tíma, hvaða samskiptaleið virkaði best. Í hennar tilfelli fór hún að velja betur hvenær hún ræddi við yfirmanninn og um hvað. Hún passaði sig betur á því að fara ekki í of mikil smáatriði þegar hún var að veita upplýsingar. Hún fór jafnframt að deila upplýsingum með yfirmanninum sem henni datt í hug að myndu nýtast honum. Fyrir þessa konu, breyttu þessar áherslur hennar sjálfrar því hvernig samskiptin og sambandið hennar var við yfirmanninn. Breytt aðferðarfræði gæti verið góð leið fyrir fleiri. Ef það dugir ekki til, er mælt með því að fólk gefi sér tíma í að endurskoða sitt eigið sjálfsmat og velta fyrir sér þeim atriðum sem það vill helst bæta sig í. 2. Að forðast dramatík Algeng gryfja sem fólk fellur í er að fara að keppa við það samstarfsfólk sem yfirmaðurinn er að halda upp á. Þetta er ekki rétta leiðin. Frekar er mælt með því að fólk einblíni á sína eigin styrkleika, hvað það er í vinnunni sem fólk gerir sérstaklega vel og hvað mögulega væri hægt að bæta. Sem dæmi má nefna konu sem var millistjórnandi og fannst yfirmaðurinn hennar aldrei ánægður með neitt henni tengt. Stundum fannst henni jafnvel eins og yfirmaðurinn ynni á móti sér og velti fyrir sér hvort þau væru ekki í sama liði? Það sem hún ákvað að gera var að láta hegðun yfirmannsins ekki fara í taugarnar á sér, sama hvað væri, heldur einbeita sér eingöngu að sínum eigin stjórnunarverkefnum og að byggja upp sitt eigið teymi. Þannig lét hún alla orku fara í að ná árangri í sínu starfi, óháð skoðunum yfirmannsins. Á endanum fór svo að það var yfirmaðurinn sem færðist til í starfi en ekki hún. 3. Að sjá jákvæðu hliðarnar Þá er á það bent að það geta líka fylgt því ágætis kostir að vera ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum. Því í hvaða stöðu er það fólk? Í sumum tilfellum er raunveruleg staða sú að fólk sem er „uppáhalds“ hjá yfirmanninum finnst stundum eins og þeirra eigin framlag eða hæfni í vinnu sé ekki metin að verðleikum því svo mikil orka fer í samskipti við yfirmanninn sem í raun koma vinnunni ekkert við. Þá vill það gjarnan gerast að yfirmenn telja sig oft hafa greiðari aðgang að „uppáhalds“ starfsfólkinu og er því að ræða við það í tíma og ótíma. Líka á kvöldin eða um helgar. Eins gera yfirmenn oftar ráð fyrir því að það starfsfólk sem þeir halda sérstaklega upp á, sýni þeim stuðning í einu og öllu sem mögulega kann að koma upp. Í þessu samhengi má fólk því velta fyrir sér hversu öfundsverð sú staða er í raun að teljast „uppáhalds“ hjá yfirmanninum og þá hvort það að teljast frekar „hlutlaus“ sem starfsmaður sé ekki bara ágætis staður að vera á? Að þessu sögðu er mælt með því að fólk reyni þó að öllu jöfnu að vera í góðu sambandi við sína yfirmenn. Sérstaklega ef það er í starfi sem það vill vera í áfram og lítur á sem mikilvægt starf fyrir sinn starfsframa.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00 Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það rætt og fjallað hvernig stjórnendur eigi helst að beita sér og hegða gagnvart starfsfólki sínu en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. 18. ágúst 2020 09:00 Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00 Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Það dreymir marga um að eiga meiri peninga. En til að þéna meiri peninga ætti fyrst að huga að eigin hamingju því það segja rannsóknir. 5. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04
Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér. 19. ágúst 2020 11:00
Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það rætt og fjallað hvernig stjórnendur eigi helst að beita sér og hegða gagnvart starfsfólki sínu en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. 18. ágúst 2020 09:00
Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00
Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Það dreymir marga um að eiga meiri peninga. En til að þéna meiri peninga ætti fyrst að huga að eigin hamingju því það segja rannsóknir. 5. ágúst 2020 10:00