Noregur og Danmörk tryggðu farseðilinn á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2020 18:46 Norska landsliðið fagnar sætinu á EM að leik loknum. Michael Steele/Getty Images Norska kvennalandsliðið er komið á Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar eftir 1-0 útisigur gegn Wales í dag. Danska landsliðið vann 3-1 sigur á Ítalíu ytra og er því einnig komið með farseðilinn á EM næsta sumar. Bæði lið eru með fullt hús stiga og þá hafa þau aðeins fengið á sig eitt mark hvort. María Þórisdóttir og stöllu hennar í norska landsliðinu heimsóttu Wales í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Frida Maanum sem skoraði eina mark leiksins þegar rúmur klukkutími var liðinn. Lokatölur þar af leiðandi 0-1 og sigurinn Norðmanna í dag. Hefur liðið unnið alla sex leiki sína í undankeppni með markatölunni 34-1. Wales er í 2. sæti og var eina landið sem átti möguleika á að ná norska liðinu. Þar með er það staðfest að Noregur er komið á EM sem fram fer næsta sumar. Úr leik Ítalíu og Danmerkur í dag.Gabriele Maltinti/Getty Images Danmörk er komið með annan fótinn inn á Evrópumótið eftir frábæran 3-1 sigur á Ítalíu í dag. Þarna voru topplið riðilsins að mætast og hefur danska liðið, líkt og Noregur, unnið alla leiki sína til þessa í undankeppninni með markatölunni 48-1. Nicoline Sørensen kom Dönum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í kvöld. Tíu mínútum síðar hafði Nadia Nadim tvöfaldað forystu Dana og staðan 2-0 þangað til að flautað var til loka fyrri hálfleiks. Nadim bætti við sínu öðru marki og þriðja marki Danmerkur strax í upphafi síðari hálfleiks og tryggði þar með sigurinn, eða svo gott sem. Valentina Giacinti minnkaði muninn en nær komst ítalska liðið ekki. Lokatölur því 3-1 eins og áður sagði. Var sum sé mark Ítalíu fyrsta markið sem Danmörk fær á sig í undankeppninni. Danmörk því, líkt og Noregur, komið á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Norska kvennalandsliðið er komið á Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar eftir 1-0 útisigur gegn Wales í dag. Danska landsliðið vann 3-1 sigur á Ítalíu ytra og er því einnig komið með farseðilinn á EM næsta sumar. Bæði lið eru með fullt hús stiga og þá hafa þau aðeins fengið á sig eitt mark hvort. María Þórisdóttir og stöllu hennar í norska landsliðinu heimsóttu Wales í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Frida Maanum sem skoraði eina mark leiksins þegar rúmur klukkutími var liðinn. Lokatölur þar af leiðandi 0-1 og sigurinn Norðmanna í dag. Hefur liðið unnið alla sex leiki sína í undankeppni með markatölunni 34-1. Wales er í 2. sæti og var eina landið sem átti möguleika á að ná norska liðinu. Þar með er það staðfest að Noregur er komið á EM sem fram fer næsta sumar. Úr leik Ítalíu og Danmerkur í dag.Gabriele Maltinti/Getty Images Danmörk er komið með annan fótinn inn á Evrópumótið eftir frábæran 3-1 sigur á Ítalíu í dag. Þarna voru topplið riðilsins að mætast og hefur danska liðið, líkt og Noregur, unnið alla leiki sína til þessa í undankeppninni með markatölunni 48-1. Nicoline Sørensen kom Dönum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í kvöld. Tíu mínútum síðar hafði Nadia Nadim tvöfaldað forystu Dana og staðan 2-0 þangað til að flautað var til loka fyrri hálfleiks. Nadim bætti við sínu öðru marki og þriðja marki Danmerkur strax í upphafi síðari hálfleiks og tryggði þar með sigurinn, eða svo gott sem. Valentina Giacinti minnkaði muninn en nær komst ítalska liðið ekki. Lokatölur því 3-1 eins og áður sagði. Var sum sé mark Ítalíu fyrsta markið sem Danmörk fær á sig í undankeppninni. Danmörk því, líkt og Noregur, komið á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira