Fá Pogba eða De Beek tækifæri eða heldur Solskjær sig við þríeykið sem tapar ekki leik? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 07:00 Þegar þessir þrír byrja þá tapar Man Utd ekki. Clive Brunskill/Getty Images Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Manchester United fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Miðjumenn Man Utd hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það virðist sem Ole Gunnar Solskjær hafi fundið þá þrjá sem virka best saman. Þegar Bruno Fernandes, Fred og Scott McTominay byrja saman á miðju Manchester United þá tapar liðið einfaldlega ekki leik. Vissulega hafa þeir aðeins byrjað saman níu leiki í öllum keppnum en af þeim níu þá hefur Man Utd unnið sex leiki og gert þrjú jafntefli. Ræddu þeir Gary Neville og Jamie Carragher, þáttastjórnendur Monday Night Football á Sky Sports, miðju Manchester-liðsins í síðasta þætti. Neville gerði auðvitað garðinn frægan sem leikmaður Man Utd á sínum tíma á meðan Carragher spilaði með allan sinn feril með Liverpool. "Fernandes hasn't been as good when Pogba, or Van de Beek has played."What is #MUFC's best midfield?— Sky Sports (@SkySports) October 27, 2020 Það er ekki aðeins Pogba sem hefur mátt þola bekkjarsetu undanfarið – hann byrjaði síðast leik er United tapaði 1-6 fyrir Tottenham Hotspur á heimavelli – því Donny Van de Beek á enn eftir að byrja leik í úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir því að Neville telur að Solskjær haldi sig við Fred og McTominay á miðri miðjunni er frekar einföld. „Þeir ná því besta út úr Bruno Fernandes,“ segir Neville. „Það hefur ekki alveg gengið að finna jafnvægi með Fernandes, Pogba og Van De Beek. Því held ég að Ole sé á þeirri skoðun að þessir þrír [Fernandes, Fred og McTominay] séu líklegastir til að hjálpa United að ná í þrjú stig.“ Carragher tekur í sama streng. „Ég sagði það fyrir fyrsta leik tímabilsins – er Man Utd tapaði gegn Crystal Palace – að Fernandes og Pogba væru blanda sem virkuðu ekki. Fyrir mér munu þeir aldrei geta spilað saman á miðjunni.“ Can Paul Pogba & Bruno Fernandes play in the same midfield pic.twitter.com/sfNRbVO9C4— Jamie Carragher (@Carra23) October 27, 2020 Liverpool-maðurinn fyrrverandi bætti svo við að hann skyldi ekki alveg af hverju United væri að festa kaup á Van de Beek. Hann passi ekki inn í liðið þar sem hann spili sömu stöðu og bæði Pogba og Fernandes. Þá bætti hann við að lið vinni ekki ensku úrvalsdeildina með Fred og McTominay á miðri miðjunni. Leikur Manchester United og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Hefst útsendingin klukkan 19.50 og leikurinn tíu mínútum síðar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30 Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Pogba brjálaður og ætlar í mál Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba er ekki sáttur með enska götublaðið The Sun og segir það hafa birt falsfrétt um sig í blaði dagsins. Segist hann ætla í mál við blaðið vegna fréttar dagsins. 26. október 2020 17:30
Paul Pogba segist dreyma um að spila fyrir Real Madrid einn daginn Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur nú viðurkennt það að það sé draumur hans að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. 9. október 2020 15:30