„Langt tímabil en endar vonandi á því að við tryggjum farseðilinn á EM“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2020 20:12 Hallbera Guðný í fyrri viðureign liðanna á Laugardalsvelli. Vísir/Vilhelm „Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. Leikurinn var úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins en íslenska liðið tapaði einfaldlega gegn betra liði í kvöld. „Við komumst ekki almennilega í hápressuna sem við ætluðum í. Við vorum svolítið í eltingarleik stóran part af leiknum. Það tekur svakalega orku frá manni að vera elta. Heilt yfir held ég að Svíarnir hafi átt sigurinn skilið.“ Nokkur heppnisstimpill var yfir fyrsta marki Svíþjóðar og kom það á tíma þar sem íslenska liðið hafði komist ágætlega inn í leikinn. „Það var algjör óþarfi. Það var misskilningur og við skölluðum hann inn í teig og kláruðu þær vel. Þær sköpuðu sér ekkert mikið af dauðafærum en við vorum í töluverðum eltingarleik.“ „Við ætluðum að ná pressu á þær en þær náðu að halda sér inn á okkar vallarhelmingi. Þetta var einn af þessum dögum. Við náðum ekki alveg að framkvæma leikskipulagið. Við þurfum að skoða það og lærum af þessum leik.“ „Það eru leikmenn sem fá reynslu eftir þetta. Við þurfum að taka næstu tvo leiki og vona að það skili okkur beint inn á EM.“' Það eru fróðlegir dagar sem bíða Hallberu og fleiri leikmanna landsliðsins. Valsstúlkur spila Evrópuleik í byrjun næsta mánaðar og þær vona einnig að Íslandsmótið verði klárað. „Við erum að fara heim núna í sóttkví og svo beint í Evrópuleik. Svo skilst mér að það eigi að klára Pepsi Max deildina. Við vonumst til að ná að sprikla eitthvað áður en við spilum þessa leiki sem eru í byrjun desember.“ „Þetta er langt tímabil en vonandi endar það á því að við tryggjum farseðilinn á EM,“ sagði Hallbera að lokum. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
„Þetta er eiginlega drullufúlt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, við Vísi eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð ytra í kvöld. Leikurinn var úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins en íslenska liðið tapaði einfaldlega gegn betra liði í kvöld. „Við komumst ekki almennilega í hápressuna sem við ætluðum í. Við vorum svolítið í eltingarleik stóran part af leiknum. Það tekur svakalega orku frá manni að vera elta. Heilt yfir held ég að Svíarnir hafi átt sigurinn skilið.“ Nokkur heppnisstimpill var yfir fyrsta marki Svíþjóðar og kom það á tíma þar sem íslenska liðið hafði komist ágætlega inn í leikinn. „Það var algjör óþarfi. Það var misskilningur og við skölluðum hann inn í teig og kláruðu þær vel. Þær sköpuðu sér ekkert mikið af dauðafærum en við vorum í töluverðum eltingarleik.“ „Við ætluðum að ná pressu á þær en þær náðu að halda sér inn á okkar vallarhelmingi. Þetta var einn af þessum dögum. Við náðum ekki alveg að framkvæma leikskipulagið. Við þurfum að skoða það og lærum af þessum leik.“ „Það eru leikmenn sem fá reynslu eftir þetta. Við þurfum að taka næstu tvo leiki og vona að það skili okkur beint inn á EM.“' Það eru fróðlegir dagar sem bíða Hallberu og fleiri leikmanna landsliðsins. Valsstúlkur spila Evrópuleik í byrjun næsta mánaðar og þær vona einnig að Íslandsmótið verði klárað. „Við erum að fara heim núna í sóttkví og svo beint í Evrópuleik. Svo skilst mér að það eigi að klára Pepsi Max deildina. Við vonumst til að ná að sprikla eitthvað áður en við spilum þessa leiki sem eru í byrjun desember.“ „Þetta er langt tímabil en vonandi endar það á því að við tryggjum farseðilinn á EM,“ sagði Hallbera að lokum.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49 „Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Sara Björk: Í fyrri leiknum risum við upp en í dag fannst mér við detta niður Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, var svekkt eftir 2-0 tapið gegn Svíþjóð í Gautaborg í kvöld. Leikurinn var liður í undankeppni EM 2021. 27. október 2020 19:49
„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. 27. október 2020 19:42
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn