Sara óskaði Tiu til hamingju með yfirburðasigur: Við hinar eigum mikið verk framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 08:31 Sara Sigmundsdóttir er á fullu í námi með æfingunum en Tia-Clair Toomey er til hægri að fagna heimsmeistaratitli sínum. Instagram/@sarasigmunds og @crossfitgames Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missti af tækifærinu á að keppa um heimsmeistaratitilinn við Tiu-Clair Toomey en íslenska CrossFit stjarnan fylgdist samt með heimsleikunum um helgina. Tia-Clair Toomey var í algjörum sérflokki á nýloknum heimsleikum í CrossFit og vann þar fjórða heimsmeistaratitilinn sinn í röð. Sara Sigmundsdóttir var búin að eiga frábært tímabil áður en hún klaufskaðist við að meiða sig stuttu fyrir keppni í sumar. Hún náði aldrei að vinna sig almennilega út úr þeim vandamálum því hún glímdi við eftirmála meiðslanna fram á haust. Sara hafði unnið The Open og veitti líka Tiu-Clair Toomey mikla keppni á Rogue Invitational mótinu í júní. Frammistaða Söru á Rogue Invitational þar sem Suðurnesjamærin var „aðeins“ 75 stigum á eftir Toomey sýndi að hún var að nálgast áströlsku yfirburðarkonuna. Söru tókst hins vegar ekki að tryggja sig inn í ofurúrslitin í fyrri hlutanum og fékk því ekki tækifærið sem hún hafði stefnt á allt árið sem var að keppa við Tiu-Clair Toomey um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Sara Sigmundsdóttir horfði á heimsleikana því heima frá sér í Keflavík en hún óskaði þeim fimm stelpum sem kepptu til hamingju með frammistöðuna. „Hamingjuóskir til þeirra tíu sem börðust í gegnum allar greinarnar á heimsleikunum í Aromas. Þetta voru ómannúðlegar æfingar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram. „Þegar kemur að keppni stelpnanna þá sýndi þær allar flott tilþrif inn á milli en einu sinni sem oftar þá bauð Tia-Clair Toomey upp á ótrúlega yfirburði,“ skrifaði Sara. „Hamingjuóskir til Tíu með fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Við hinar eigum mikið verk framundan ef við ætlum að veita þér einhverja alvöru keppni á næsta tímabili,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Congratulations to all the 10 competitors who pushed through the @crossfitgames weekend in Aromas. The workouts were brutal As far as the girls go. Some really great moments and performances by all of them, but yet again it was an incredible display of pure dominance by @tiaclair1. Congratulations on the fourth FWOE title Tia, we surely have our work cut out for us if we are to give you any kind of run for the money next season by @therealdavidsoo A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Oct 26, 2020 at 3:28pm PDT CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missti af tækifærinu á að keppa um heimsmeistaratitilinn við Tiu-Clair Toomey en íslenska CrossFit stjarnan fylgdist samt með heimsleikunum um helgina. Tia-Clair Toomey var í algjörum sérflokki á nýloknum heimsleikum í CrossFit og vann þar fjórða heimsmeistaratitilinn sinn í röð. Sara Sigmundsdóttir var búin að eiga frábært tímabil áður en hún klaufskaðist við að meiða sig stuttu fyrir keppni í sumar. Hún náði aldrei að vinna sig almennilega út úr þeim vandamálum því hún glímdi við eftirmála meiðslanna fram á haust. Sara hafði unnið The Open og veitti líka Tiu-Clair Toomey mikla keppni á Rogue Invitational mótinu í júní. Frammistaða Söru á Rogue Invitational þar sem Suðurnesjamærin var „aðeins“ 75 stigum á eftir Toomey sýndi að hún var að nálgast áströlsku yfirburðarkonuna. Söru tókst hins vegar ekki að tryggja sig inn í ofurúrslitin í fyrri hlutanum og fékk því ekki tækifærið sem hún hafði stefnt á allt árið sem var að keppa við Tiu-Clair Toomey um heimsmeistaratitilinn í CrossFit. Sara Sigmundsdóttir horfði á heimsleikana því heima frá sér í Keflavík en hún óskaði þeim fimm stelpum sem kepptu til hamingju með frammistöðuna. „Hamingjuóskir til þeirra tíu sem börðust í gegnum allar greinarnar á heimsleikunum í Aromas. Þetta voru ómannúðlegar æfingar,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram. „Þegar kemur að keppni stelpnanna þá sýndi þær allar flott tilþrif inn á milli en einu sinni sem oftar þá bauð Tia-Clair Toomey upp á ótrúlega yfirburði,“ skrifaði Sara. „Hamingjuóskir til Tíu með fjórða heimsmeistaratitilinn í röð. Við hinar eigum mikið verk framundan ef við ætlum að veita þér einhverja alvöru keppni á næsta tímabili,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Congratulations to all the 10 competitors who pushed through the @crossfitgames weekend in Aromas. The workouts were brutal As far as the girls go. Some really great moments and performances by all of them, but yet again it was an incredible display of pure dominance by @tiaclair1. Congratulations on the fourth FWOE title Tia, we surely have our work cut out for us if we are to give you any kind of run for the money next season by @therealdavidsoo A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Oct 26, 2020 at 3:28pm PDT
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Sjá meira