Gæti tekið tíu til tólf vikur að farga sauðfénu sem þarf að skera niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 21:43 Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar. Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lagt það til við Matvælastofnun að hún óski eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingarstöð um brennslu þess sauðfés sem skera þarf niður í Skagafirði vegna riðusmits sem þar er komið upp. Kalka telur sig geta tekið á móti hræjunum, en í nokkrum áföngum. Búast má við að hægt væri að farga hræjunum á tíu til tólf vikum, fari þau í brennslu. Skera þarf niður um 2.400 fjár eftir að riðusmit var staðfest á fjórum bæum í Skagafirði. Héraðsdýralæknirinn á svæðinu hefur sagt að eitt helsta vandamálið í tengslum við riðusmitið sé það hvernig eigi að farga hræjunum á öruggan hátt, til þess að koma í veg fyrir smit í framtíðinni. Talið var ólíklegt að Kalka, sem starfrækir sorpbrennslu, gæti tekið við hræjunum sökum þess hversu mikið magn er um að ræða. Matvælastofnun óskaði eftir leiðsögn frá Umhverfisstofnun um hvað væri hægt að gera í málinu og nefndi í erindi sínu þangað hvort unnt væri að urða hræin á urðunarstað Norðurár í Stekkjarvík. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Matvælastofnunar, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Umhverfisstofnun frekar á því að stefnt verði að því hræin verði brennd. Þannig hafi stofnunin upplýsingar um það frá Kölku að sorpeyðingarstöðin telji sig mögulega hafa tök á því að taka á móti úrganginum til vinnslu, en þó í nokkrum áföngum. Miðað við vinnsluhraða Kölku geti förgunin hins vegar tekið tíu til tólf vikur. „Umhverfisstofnun leggur til við Matvælastofnun að óskað verði eftir nánari framkvæmdaáætlun frá Kölku Sorpeyðingastöð sf. um brennslu úrgangsins og möguleika á að geyma þann úrgang sem bíði brennslu með öruggum hætti á lóð fyrirtækisins til þess að unnt sé leggja endanlegt mat á þennan förgunarmöguleika. Umhverfisstofnun leggur jafnframt til að í kjölfarið verði unnin tímasett áætlun um niðurskurð fjár og förgun sóttmengaðs úrgangs frá umræddum búum. Mikilvægt er að slík áætlun sé í samræmi við framkvæmdaráætlun Kölku Sorpeyðingastöðvar sf,“ segir í svari Umhverfisstofnunar.
Riða í Skagafirði Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Tengdar fréttir Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05 „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Fleiri sýni tekin í Tröllaskagahólfi en ekki grunur um smit á fleiri bæjum Enn er óvíst hvort grunur sem vaknaði um riðusmit á fleiri bæjum í Tröllaskagahólfi hafi reynst á rökum reistur. 26. október 2020 12:05
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Staðfesta riðutilfelli á bæjunum þremur Matvælastofnun hefur staðfest að riða hefur greinst í sauðfé á þeim þremur bæjum í Skagafirði þar sem sterkur grunur lék á riðusmiti. 27. október 2020 17:50