Íslensku CrossFit stelpurnar eru 7-1 yfir á móti þeim bandarísku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir með hinum fimm sem komust á verðaunapall heimsleikanna í ár. Twitter/@CrossFitGames Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira