Ítalía er allt í einu orðin stór markaður fyrir íslenska fótboltamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 10:31 Andri Fannar Baldursson í baráttunni við Jean-Daniel Akpa Akpro hjá Lazio í leik Bologna liðsins í Rómarborg í Seríu A um síðustu helgi. Getty/Matteo Ciambelli Það er eftirspurn eftir íslenskum knattspyrnumönnum á Ítalíu þessi misserin en alls eru níu íslenskir leikmenn á mála hjá ítölskum fótboltaliðum í dag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður á skrifstofu Stellar Nordic, ræðir þessa þróun mála við Fréttablaðið í dag og hann þakkar frammistöðu eins leikmanns fyrir það að þessar flóðgáttir hafi nú opnast. Andri Fannar Baldursson vann sig inn í aðallið Bologna á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall og varð um leið sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila í Seríu A. Andri Fannar Baldursson (2002) has prologned his contract with Bologna FC 1909 until 2025. One of Icelandic biggest talents & played 7 games in @SerieA_EN this season. pic.twitter.com/RyW60SHuSD— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 4, 2020 Bologna hefur síðan sótt sér þrjá íslenska knattspyrnumenn til viðbótar. Ítalska félagið gekk frá kaupunum á Ara Sigurpálssyni frá HK fyrr á þessu ári og fékk einnig þá Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiðabliki á dögunum. „Það er auðvitað margt sem spilar inn í, það hafa ekki margir Íslendingar farið ungir út til Ítalíu en velgengni Andra Fannars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt,“ sagði Magnús Agnar Magnússon í viðtali við Kristinn Páll Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Magnús Agnar segir dugnaður íslensku leikmannanna vinni með þeim og þeir séu góðir í því að aðlagast og tilbúnir til að læra tungumálið. Hann vill líka meina að íslensku strákarnir séu góðir liðsmenn. „Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Eitt leiðir af öðru og þetta styrkir trú þeirra á leikmönnum frá landinu, líkt og sænska félagið Norrköping sem hefur undanfarin ár sótt á íslenskan markað með góðum árangri,“ sagði Magnús Agnar í viðtalinu en það má finna það allt hér. Andri Fannar Baldursson born 10.1.2002 is the youngest Icelandic player to debut in the big 5 leagues (England, Germany, France, Spain & @SerieA_EN) & the first with Bologna FC pic.twitter.com/r7IpZaQwYU— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 23, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Það er eftirspurn eftir íslenskum knattspyrnumönnum á Ítalíu þessi misserin en alls eru níu íslenskir leikmenn á mála hjá ítölskum fótboltaliðum í dag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður á skrifstofu Stellar Nordic, ræðir þessa þróun mála við Fréttablaðið í dag og hann þakkar frammistöðu eins leikmanns fyrir það að þessar flóðgáttir hafi nú opnast. Andri Fannar Baldursson vann sig inn í aðallið Bologna á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gamall og varð um leið sjötti íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni til að spila í Seríu A. Andri Fannar Baldursson (2002) has prologned his contract with Bologna FC 1909 until 2025. One of Icelandic biggest talents & played 7 games in @SerieA_EN this season. pic.twitter.com/RyW60SHuSD— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) August 4, 2020 Bologna hefur síðan sótt sér þrjá íslenska knattspyrnumenn til viðbótar. Ítalska félagið gekk frá kaupunum á Ara Sigurpálssyni frá HK fyrr á þessu ári og fékk einnig þá Hlyn Frey Karlsson og Gísla Gotta Þórðarson á láni frá Breiðabliki á dögunum. „Það er auðvitað margt sem spilar inn í, það hafa ekki margir Íslendingar farið ungir út til Ítalíu en velgengni Andra Fannars á stuttum tíma hefur vakið athygli og þá líta menn í sömu átt,“ sagði Magnús Agnar Magnússon í viðtali við Kristinn Páll Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Magnús Agnar segir dugnaður íslensku leikmannanna vinni með þeim og þeir séu góðir í því að aðlagast og tilbúnir til að læra tungumálið. Hann vill líka meina að íslensku strákarnir séu góðir liðsmenn. „Bologna finnst það hafa fengið mikið fyrir peninginn í tilviki Andra Fannars og hefur því leitað á sama markað. Eitt leiðir af öðru og þetta styrkir trú þeirra á leikmönnum frá landinu, líkt og sænska félagið Norrköping sem hefur undanfarin ár sótt á íslenskan markað með góðum árangri,“ sagði Magnús Agnar í viðtalinu en það má finna það allt hér. Andri Fannar Baldursson born 10.1.2002 is the youngest Icelandic player to debut in the big 5 leagues (England, Germany, France, Spain & @SerieA_EN) & the first with Bologna FC pic.twitter.com/r7IpZaQwYU— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) February 23, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira