Missti sig yfir Messi og líkti honum við Harry Potter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 15:31 Lionel Messi á ferðinni með boltann í sigri Barcelona á Juventus í gær. Getty/Valerio Pennicino Ítalska knattspyrnugoðsögnin Christian Vieri var í miklum ham eftir sigur Barcelona á Juventus í Meistaradeildinni í gær og hann fór aðallega á flug í lýsingu sinni á snilli LIonel Messi. Lionel Messi var með mark og glæsilega stoðsendingu þegar Barcelona vann 2-0 útisigur á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Christian Vieri er fyrrum markakóngur bæði í ítölsku deildinni og með ítalska landsliðinu en hann starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá CBS Sports. Vieri fór mikinn í að lýsa aðdáun sinni á argentínska snillingnum Lionel Messi eftir leikinn í gær. "Messi is a magician, he's the Harry Potter of soccer and when he stops playing, I'm throwing my TVs away. I'm not going to work no more on TV, I'm going to watch Netflix, that's it, because when he stops there's nothing else to watch." https://t.co/cyuVtJsi1k— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2020 „Barcelona liðið var stórkostlegt í þessum leik. Þetta var aldrei spurning. Þeir hefðu getað skorað sex eða sjö mörk auðveldlega. Þeir spiluðu frábærlega,“ sagði Christian Vieri. „Messi er galdramaður. Hann er Harry Potter fótboltans og þegar hann hættir að spila þá ætla ég að henda sjónvarpinu mínu,“ sagði Vieri. „Ég mun bara horfa á Netflix í staðinn. Þannig er staðan. Þegar Messi hættir þá er ekkert til að horfa á sjónvarpinu,“ sagði Vieri. Barcelona kom sterkt til baka eftir 3-1 tap á móti Real Madrid í El Clasico um helgina. „Ég veit ekki hvernig þeir fóru af því að tapa á móti Real Madrid en eftir að hafa horft á þá á móti Juventus þá finnst mér að þeir eigi ekki að tapa aftur á þessu ári. Það er ómögulegt ef þeir spila svona,“ sagði Vieri. „Enginn leikur er eins en Barcelona liðið sem ég sá er ótrúlegt lið. Þegar þú ert með svona tíu þá er allt hægt. Það er leiðinlegt að það voru engir áhorfendur til að horfa á leikinn því stuðningsmennirnir eiga skilið að sjá þetta lið spila,“ sagði Vieri. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Ítalska knattspyrnugoðsögnin Christian Vieri var í miklum ham eftir sigur Barcelona á Juventus í Meistaradeildinni í gær og hann fór aðallega á flug í lýsingu sinni á snilli LIonel Messi. Lionel Messi var með mark og glæsilega stoðsendingu þegar Barcelona vann 2-0 útisigur á Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Christian Vieri er fyrrum markakóngur bæði í ítölsku deildinni og með ítalska landsliðinu en hann starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá CBS Sports. Vieri fór mikinn í að lýsa aðdáun sinni á argentínska snillingnum Lionel Messi eftir leikinn í gær. "Messi is a magician, he's the Harry Potter of soccer and when he stops playing, I'm throwing my TVs away. I'm not going to work no more on TV, I'm going to watch Netflix, that's it, because when he stops there's nothing else to watch." https://t.co/cyuVtJsi1k— SPORTbible (@sportbible) October 29, 2020 „Barcelona liðið var stórkostlegt í þessum leik. Þetta var aldrei spurning. Þeir hefðu getað skorað sex eða sjö mörk auðveldlega. Þeir spiluðu frábærlega,“ sagði Christian Vieri. „Messi er galdramaður. Hann er Harry Potter fótboltans og þegar hann hættir að spila þá ætla ég að henda sjónvarpinu mínu,“ sagði Vieri. „Ég mun bara horfa á Netflix í staðinn. Þannig er staðan. Þegar Messi hættir þá er ekkert til að horfa á sjónvarpinu,“ sagði Vieri. Barcelona kom sterkt til baka eftir 3-1 tap á móti Real Madrid í El Clasico um helgina. „Ég veit ekki hvernig þeir fóru af því að tapa á móti Real Madrid en eftir að hafa horft á þá á móti Juventus þá finnst mér að þeir eigi ekki að tapa aftur á þessu ári. Það er ómögulegt ef þeir spila svona,“ sagði Vieri. „Enginn leikur er eins en Barcelona liðið sem ég sá er ótrúlegt lið. Þegar þú ert með svona tíu þá er allt hægt. Það er leiðinlegt að það voru engir áhorfendur til að horfa á leikinn því stuðningsmennirnir eiga skilið að sjá þetta lið spila,“ sagði Vieri.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira