Kristmann Eiðsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 16:55 Kristmann Eiðsson Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans. Kristmann fæddist á Fáskrúðsfirði þann 27. maí árið 1936. Tveimur áratugum síðar lauk hann stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík. Um svipað leyti giftist hann Kristínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni til rúmlega sextíu ára. Kristín var ræstingastjóri á Landspítalanum. Hún féll frá árið 2017. Kristmann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður hjá Frjálsri þjóð á sjötta áratugnum. Hann vann við blaðamennsku af og til eftir það. Þá starfaði Kristmann í á fjórða áratug sem kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Þar var enskukennsla í aðalhlutverki auk þess sem hann kenndi bæði íslensku og dönsku. Má ætla að þúsundir Íslendinga hafi hlotið leiðsögn Kristmanns í skólanum. Margir kannast við Kristmann fyrir þýðingar hans í Ríkissjónvarpinu. Þar þýddi hann marga af vinsælustu þáttum á dagskrá og má nefna Húsbændur og hjú sem dæmi. Þá hugkvæmdist honum að nefna erlendu þættina Holocaust Helförina. Fann hann þar gömlu íslensku orði nýja merkingu sem hefur síðan orðið virkt í tungumálinu. Kristmann hóf störf við þýðingar hjá Ríkisútvarpinu árið 1967 og starfaði fram á tíunda áratuginn. Kristmann lætur eftir sig fjögur börn, barnabörn og barnabarnabörn. Andlát Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Hópsýking á Landakoti Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans. Kristmann fæddist á Fáskrúðsfirði þann 27. maí árið 1936. Tveimur áratugum síðar lauk hann stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík. Um svipað leyti giftist hann Kristínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni til rúmlega sextíu ára. Kristín var ræstingastjóri á Landspítalanum. Hún féll frá árið 2017. Kristmann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður hjá Frjálsri þjóð á sjötta áratugnum. Hann vann við blaðamennsku af og til eftir það. Þá starfaði Kristmann í á fjórða áratug sem kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Þar var enskukennsla í aðalhlutverki auk þess sem hann kenndi bæði íslensku og dönsku. Má ætla að þúsundir Íslendinga hafi hlotið leiðsögn Kristmanns í skólanum. Margir kannast við Kristmann fyrir þýðingar hans í Ríkissjónvarpinu. Þar þýddi hann marga af vinsælustu þáttum á dagskrá og má nefna Húsbændur og hjú sem dæmi. Þá hugkvæmdist honum að nefna erlendu þættina Holocaust Helförina. Fann hann þar gömlu íslensku orði nýja merkingu sem hefur síðan orðið virkt í tungumálinu. Kristmann hóf störf við þýðingar hjá Ríkisútvarpinu árið 1967 og starfaði fram á tíunda áratuginn. Kristmann lætur eftir sig fjögur börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Andlát Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Hópsýking á Landakoti Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira