Íslendingarnir léku í jafntefli | Zlatan klúðraði vítaspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2020 20:30 Hörður Björgvin í baráttunni í kvöld. Mikhail Tereshchenko/Getty Images Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Fjöldinn allur af leikjum er nú búinn í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Íslendingalið CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli á heimavelli og þá brenndi Zlatan Ibrahimovic af vítaspyrnu fyrir AC Milan og var tekinn út af í hálfleik. CSKA Moskva fékk Dinamo Zagreb í heimsókn í K-riðli. Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í miðverði CSKA. Arnór Sigurðsson hóf leik á varamannabekknum en kom inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli sem þýðir að CSKA hefur nú gert jafntefli í báðum leikjum sínum í Evrópudeildinni, líkt og mótherji kvöldsins. Wolfsberger AC vann stórsigur á hollenska liðinu Feyenoord í hinum leik kvöldsins, lokatölur í Hollandi 1-4. Þeir tróna því á toppi riðilsins á meðan Feyenoord er á botninum með eitt stig. AC Milan vann öruggan 3-0 sigur á Sparta Prag í kvöld en Svínn magnaði Zlatan Ibrahimović fer eflaust ósáttur á koddann eftir að hafa brennt af vítaspyrnu. Brahim Diaz kom Milan yfir á 24. mínútu og Zlatan gat komið liðinu í 2-0 fyrir lok fyrri hálfleiks. Það tókst ekki og fór Svíinn af velli í hálfleik. 12 - AC Milan has scored 2+ goals in 12 consecutive games among all competitions for their first time since the start of the Serie A in 1929/30. Momentous.#MilanSpartaPraga pic.twitter.com/sDC9CZn5Kk— OptaPaolo (@OptaPaolo) October 29, 2020 Rafael Leão kom inn fyrir Zlatan og skoraði annað mark leiksins á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar tryggði Diogo Dalot sigur Milan með þriðja marki liðsins. Lokatölur 3-0 á San Siro-vellinum á Ítalíu. Milan eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvo leiki. Lille er í 2. sæti með fjögur stig eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Celtic í kvöld. Skosku meistararnir eru svo í 3. sæti með eitt stig og Dinamo án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00 Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Sjá meira
Mourinho gerði fjórar breytingar í hálfleik | Tottenham tapaði samt Tottenham Hotspur tapaði óvænt fyrir Antwerpen í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 belgíska liðinu í vil. 29. október 2020 20:00
Refirnir sóttu þrjú stig til Grikklands Leicester City gerði góða ferð til Grikklands í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði AEK frá Aþenu 2-1 í kvöld. 29. október 2020 20:10