Nýsjálendingar höfnuðu kannabis en vilja heimila dánaraðstoð Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. október 2020 06:58 Mjótt er á munum þegar kemur að kannabis en dánaraðstoð var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Hannah Peters/Getty Images Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun. Kosið var annarsvegar um hvort lögleiða ætti kannabisefni til einkanota og hins vegar hvort dánaraðstoð skuli leidd í nýsjálensk lög. Úrslit atkvæðagreiðslanna voru bindandi. Svo virðist sem landsmenn hafi tekið heilshugar undir tillöguna um dánaraðstoð, sem um 65 prósent samþykktu, en mun mjórra er á munum þegar kemur að kannabisefnum. Þar er staðan sú að 53 prósent vildu fella tillöguna um lögleiðingu, en 46 prósent voru henni fylgjandi. Enn á eftir að telja svokölluð „sérstök atkvæði“, sem eru til að mynda atkvæði þeirra sem búa erlendis. Ólíklegt er þó talið að úrslitin breytist mikið. Kölluðu eftir afstöðu Ardern Þeir sem töluðu fyrir lögleiðingu kannabisefna voru ósáttir við að hin vinsæla Jacina Ardern forsætisráðherra skyldi ekki gefa upp sína skoðun fyrir atkvæðagreiðsluna, en hún sagði að ákvörðunin ætti að vera í höndum Nýsjálendinga sjálfra. Eftir kjördag staðfesti hún hins vegar að hún hefði kosið með báðum tillögunum, að leyfa kannabis og heimila dánaraðstoð. Nýja-Sjáland Líknardráp Kannabis Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07 Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun. Kosið var annarsvegar um hvort lögleiða ætti kannabisefni til einkanota og hins vegar hvort dánaraðstoð skuli leidd í nýsjálensk lög. Úrslit atkvæðagreiðslanna voru bindandi. Svo virðist sem landsmenn hafi tekið heilshugar undir tillöguna um dánaraðstoð, sem um 65 prósent samþykktu, en mun mjórra er á munum þegar kemur að kannabisefnum. Þar er staðan sú að 53 prósent vildu fella tillöguna um lögleiðingu, en 46 prósent voru henni fylgjandi. Enn á eftir að telja svokölluð „sérstök atkvæði“, sem eru til að mynda atkvæði þeirra sem búa erlendis. Ólíklegt er þó talið að úrslitin breytist mikið. Kölluðu eftir afstöðu Ardern Þeir sem töluðu fyrir lögleiðingu kannabisefna voru ósáttir við að hin vinsæla Jacina Ardern forsætisráðherra skyldi ekki gefa upp sína skoðun fyrir atkvæðagreiðsluna, en hún sagði að ákvörðunin ætti að vera í höndum Nýsjálendinga sjálfra. Eftir kjördag staðfesti hún hins vegar að hún hefði kosið með báðum tillögunum, að leyfa kannabis og heimila dánaraðstoð.
Nýja-Sjáland Líknardráp Kannabis Tengdar fréttir Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07 Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu. 17. október 2020 11:07
Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum. 16. október 2020 12:43