Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 09:31 Albert Guðmundsson fagnar öðru marka sinna fyrir AZ Alkmaar á móti Rijeka í Evrópudeildinni í gær. Getty/Ed van de Pol Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn