Ríkisstjórnin ræðir minnisblað Þórólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2020 08:58 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fyrr í faraldrinum boðað til blaðamannafundar í framhaldi af reglubundnum ríkisstjórnarfundum í Ráðherrabústaðnum. Fróðlegt verður að sjá hvort ríkisstjórnin kynni aðgerðirnar fram undan að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan níu í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann hygðist leggja til hertari aðgerðir innanlands til þess sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði mikilvægt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrr í vikunni að hún ætti von á að ný reglugerð tæki gildi þriðjudaginn 3. nóvember. Þá rennur út gildistími hertra reglna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra hefur sagst að mestu hafa fylgt tillögum sóttvarnalæknis hingað til og þannig gefið í skyn að sú verði raunin áfram. Sóttvarnalæknir hefur meðal annars talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum,“ sagði Svandís á miðvikudag. Ríkisstjórnin fundar alla jafna á þriðjudögum og föstudögum þannig að fundurinn í dag er hefðbundinn. Reikna má með að drjúgur tími fundarins fari í umræðu um hertar aðgerðir. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur að jafnaði ekki skemur en í klukkustund og yfirleitt nokkuð lengur. Vísir mun fylgjast með gangi mála í Ráðherrabústaðnum og ræða við ráðherra að loknum fundi. Uppfært klukkan 9:23 með þeim upplýsingum að fundur ríkisstjórnar er hafinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan níu í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann hygðist leggja til hertari aðgerðir innanlands til þess sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði mikilvægt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrr í vikunni að hún ætti von á að ný reglugerð tæki gildi þriðjudaginn 3. nóvember. Þá rennur út gildistími hertra reglna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra hefur sagst að mestu hafa fylgt tillögum sóttvarnalæknis hingað til og þannig gefið í skyn að sú verði raunin áfram. Sóttvarnalæknir hefur meðal annars talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum,“ sagði Svandís á miðvikudag. Ríkisstjórnin fundar alla jafna á þriðjudögum og föstudögum þannig að fundurinn í dag er hefðbundinn. Reikna má með að drjúgur tími fundarins fari í umræðu um hertar aðgerðir. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur að jafnaði ekki skemur en í klukkustund og yfirleitt nokkuð lengur. Vísir mun fylgjast með gangi mála í Ráðherrabústaðnum og ræða við ráðherra að loknum fundi. Uppfært klukkan 9:23 með þeim upplýsingum að fundur ríkisstjórnar er hafinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira