Ríkisstjórnin ræðir minnisblað Þórólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2020 08:58 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fyrr í faraldrinum boðað til blaðamannafundar í framhaldi af reglubundnum ríkisstjórnarfundum í Ráðherrabústaðnum. Fróðlegt verður að sjá hvort ríkisstjórnin kynni aðgerðirnar fram undan að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan níu í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann hygðist leggja til hertari aðgerðir innanlands til þess sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði mikilvægt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrr í vikunni að hún ætti von á að ný reglugerð tæki gildi þriðjudaginn 3. nóvember. Þá rennur út gildistími hertra reglna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra hefur sagst að mestu hafa fylgt tillögum sóttvarnalæknis hingað til og þannig gefið í skyn að sú verði raunin áfram. Sóttvarnalæknir hefur meðal annars talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum,“ sagði Svandís á miðvikudag. Ríkisstjórnin fundar alla jafna á þriðjudögum og föstudögum þannig að fundurinn í dag er hefðbundinn. Reikna má með að drjúgur tími fundarins fari í umræðu um hertar aðgerðir. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur að jafnaði ekki skemur en í klukkustund og yfirleitt nokkuð lengur. Vísir mun fylgjast með gangi mála í Ráðherrabústaðnum og ræða við ráðherra að loknum fundi. Uppfært klukkan 9:23 með þeim upplýsingum að fundur ríkisstjórnar er hafinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan níu í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann hygðist leggja til hertari aðgerðir innanlands til þess sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði mikilvægt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrr í vikunni að hún ætti von á að ný reglugerð tæki gildi þriðjudaginn 3. nóvember. Þá rennur út gildistími hertra reglna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra hefur sagst að mestu hafa fylgt tillögum sóttvarnalæknis hingað til og þannig gefið í skyn að sú verði raunin áfram. Sóttvarnalæknir hefur meðal annars talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum,“ sagði Svandís á miðvikudag. Ríkisstjórnin fundar alla jafna á þriðjudögum og föstudögum þannig að fundurinn í dag er hefðbundinn. Reikna má með að drjúgur tími fundarins fari í umræðu um hertar aðgerðir. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur að jafnaði ekki skemur en í klukkustund og yfirleitt nokkuð lengur. Vísir mun fylgjast með gangi mála í Ráðherrabústaðnum og ræða við ráðherra að loknum fundi. Uppfært klukkan 9:23 með þeim upplýsingum að fundur ríkisstjórnar er hafinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira