Fjölnir ætti að vera með fimmtán stigum meira en þeir eru með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2020 14:00 Samkvæmt xG tölfræðinni ætti Fjölnir að vera í fínum málum í Pepsi Max-deild karla. vísir/vilhelm Hjörvar Hafliðason hélt mikinn fyrirlestur um xG tölfræðina svokölluðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk liða eiga að skora miðað við færin sem þau fá. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fa sig miðað sem færin sem það fær á sig. Hjörvar segir að xG tölfræðin sýni m.a. fram á að markverðir Breiðabliks og ÍA, þeir Anton Ari Einarsson og Árni Snær Ólafsson, hafi ekki leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni en ætti samkvæmt xG tölfræðinni að hafa fengið á sig tæp nítján mörk, fæst allra í deildinni. ÍA hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 43. Samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið að vera búið að fá sig rétt tæp 34 mörk. Einnig er hægt að reikna út hversu mörg stig lið ætti að vera með byggt á xG tölfræðinni. Botnlið Fjölnis kemur afar illa út úr þeirri tölfræði. Liðið ætti að vera búið að fá 21 stig en er aðeins með sex stig. „Fjölnir er með sex stig en ætti að vera í frábærum málum í þessari deild með 21 stig. Miðað við færin sem liðið skapar sér gefur það enga mynd af frammistöðu þess að það sé bara með sex stig,“ sagði Hjörvar. „Fyrir þá sem hafa rýnt í þetta er ekkert hægt að rökstyðja af hverju Fjölnir er með svona fá stig.“ Hjörvar ræddi einnig um að vandræðin við xG tölfræðina væri að hún væri ekki nógu aðgengileg hinum almenna fótboltaáhugamanni. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um xG tölfræðina Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fjölnir Tengdar fréttir Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Hjörvar Hafliðason hélt mikinn fyrirlestur um xG tölfræðina svokölluðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk liða eiga að skora miðað við færin sem þau fá. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fa sig miðað sem færin sem það fær á sig. Hjörvar segir að xG tölfræðin sýni m.a. fram á að markverðir Breiðabliks og ÍA, þeir Anton Ari Einarsson og Árni Snær Ólafsson, hafi ekki leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni en ætti samkvæmt xG tölfræðinni að hafa fengið á sig tæp nítján mörk, fæst allra í deildinni. ÍA hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 43. Samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið að vera búið að fá sig rétt tæp 34 mörk. Einnig er hægt að reikna út hversu mörg stig lið ætti að vera með byggt á xG tölfræðinni. Botnlið Fjölnis kemur afar illa út úr þeirri tölfræði. Liðið ætti að vera búið að fá 21 stig en er aðeins með sex stig. „Fjölnir er með sex stig en ætti að vera í frábærum málum í þessari deild með 21 stig. Miðað við færin sem liðið skapar sér gefur það enga mynd af frammistöðu þess að það sé bara með sex stig,“ sagði Hjörvar. „Fyrir þá sem hafa rýnt í þetta er ekkert hægt að rökstyðja af hverju Fjölnir er með svona fá stig.“ Hjörvar ræddi einnig um að vandræðin við xG tölfræðina væri að hún væri ekki nógu aðgengileg hinum almenna fótboltaáhugamanni. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um xG tölfræðina
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fjölnir Tengdar fréttir Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55