Smitum fjölgar áfram á Akureyri og Dalvík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2020 12:07 Frá Dalvík. Vísir/getty 79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt á Norðurlandi eystra undanfarna daga og eru 16 af þeim 75 smitum sem greindust í gær á landinu á Norðurlandi eystra. Alls eru 240 í sóttkví. „Eftir gærdaginn var þetta þróun sem við reiknuðum alveg með um helgina. Þetta kemur ekki á óvart, því miður,“ segir Hermann. Í fyrradag greindust tíu smit og fjórtán í gær. Smitin eru flest á Akureyri en veiran virðist einnig hafa dreift sér um á Dalvík, þar voru fjögur smit í fyrradag en fleiri hafa bæst við eftir gærdaginn. Átta af smitunum er á Dalvík, átta á Akureyri. „Það er dálítil fjölgun á Dalvík, þar hefur hún dreift sér og svo er hinn hlutinn hérna á Akureyri,“ segir Hermann. Smitin hafa verið rakin úr ýmsum áttun og komið hefur fram að fjölgun í smitum á svæðinu megi að einhverju leyti rekja til samkvæmis og jarðarfarar og tengjast smit gærdagsins meðal annars inn í það. „Þetta tengist inn í þetta áfram og svo er annað atriði hér sem nær inn á eina sjúkraþjálfun hérna. Það eru komin smit sem ná þangað inn, í eina sjúkraþjálfun.“ Þá hefur verið staðfest að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri. er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið. Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundi þar sem aðgerðirnar verða kynntar hér, fundurinn hefst klukkan 13.00. Dalvíkurbyggð Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59 Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 „Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
79 manns eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra, flestir á Akureyri en smitum hefur fjölgað á Dalvík. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri í aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt á Norðurlandi eystra undanfarna daga og eru 16 af þeim 75 smitum sem greindust í gær á landinu á Norðurlandi eystra. Alls eru 240 í sóttkví. „Eftir gærdaginn var þetta þróun sem við reiknuðum alveg með um helgina. Þetta kemur ekki á óvart, því miður,“ segir Hermann. Í fyrradag greindust tíu smit og fjórtán í gær. Smitin eru flest á Akureyri en veiran virðist einnig hafa dreift sér um á Dalvík, þar voru fjögur smit í fyrradag en fleiri hafa bæst við eftir gærdaginn. Átta af smitunum er á Dalvík, átta á Akureyri. „Það er dálítil fjölgun á Dalvík, þar hefur hún dreift sér og svo er hinn hlutinn hérna á Akureyri,“ segir Hermann. Smitin hafa verið rakin úr ýmsum áttun og komið hefur fram að fjölgun í smitum á svæðinu megi að einhverju leyti rekja til samkvæmis og jarðarfarar og tengjast smit gærdagsins meðal annars inn í það. „Þetta tengist inn í þetta áfram og svo er annað atriði hér sem nær inn á eina sjúkraþjálfun hérna. Það eru komin smit sem ná þangað inn, í eina sjúkraþjálfun.“ Þá hefur verið staðfest að barn í 5. bekk í Brekkuskóla á Akureyri. er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið. Áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að þær verði hertar frá því sem nú er. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundi þar sem aðgerðirnar verða kynntar hér, fundurinn hefst klukkan 13.00.
Dalvíkurbyggð Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59 Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13 Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01 „Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Alltaf hópar sem vilja ekki eiga í samskiptum við yfirvöld Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fólk almennt virða reglur um einangrun og sóttkví hér á landi. En auðviðað séu þó dæmi þess að slíkt sé ekki virt. 29. október 2020 12:59
Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. 28. október 2020 14:13
Alls greindust 75 innanlands í gær Alls greindust 75 með kórónuveiruna innanlands í gær. Áttatíu prósent þeirra voru í sóttkví. 64 eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu. 30. október 2020 11:01
„Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. 30. október 2020 08:59
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent