Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 18:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Ef yfirvöld þyrftu sífellt að bregðast við smitum á nýjum stöðum tæki lengri tíma að ná tökum á faraldrinum. „Það er mjög erfitt og myndi örugglega taka miklu lengri tíma að vera tína þetta inn mismunandi eftir svæðum. Að mínu mati er skynsamlegast að taka þetta bara allt í einu núna með leiftursókn og ná þessu niður og geta þá miklu fyrr slakað á aftur. Annars gætum við lent í því að vera að elta þetta fram og til baka, nákvæmlega eins og við höfum verið að gera,“ sagði Þórólfur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Undanfarið hafa harðari reglur verið í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið en landsbyggðina en frá og með miðnætti verður breyting þar á. Samkomur verða takmarkaðar við tíu manns, tveggja metra reglan verður áfram í gildi og aukin áhersla á grímunotkun. Þá verða allar sundlaugar lokaðar og íþróttastarf leggst af í bili. „Við höfum verið með harðari reglur hér á höfuðborgarsvæðinu en höfum verið að sjá núna undanfarið vaxandi útbreiðslu fyrir norðan og á fleiri stöðum. Ég held að þetta sé skynsamlegri leið.“ Kári alltaf viljað loka við „minnstu og fæstu smit“ Aðspurður um ummæli Kára Stefánssonar, sem sagði það sennilega hafa verið skynsamlegra að loka öllu eftir hópsýkingu á Irishman pub í síðasta mánuði, segir Þórólfur afstöðu Kára alltaf hafa verið þá að grípa eigi til harðra aðgerða umsvifalaust. Hann kjósi frekar að reyna að ná faraldrinum niður með minna íþyngjandi aðgerðum. „Kári hefur náttúrulega alltaf verið á því frá upphafi að vera mjög harður og loka bara við minnstu og fæstu smit, það hefur verið hans afstaða og allt í góðu lagi með það. Svo eru aðrir sem vilja gera sem minnst, en við höfum alltaf sagt að við viljum reyna að ná þessu niður með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er fyrir samfélagið,“ sagði Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir hertari aðgerðum. Hann segir yfirvöld hafa reynt að beina spjótum sínum að svæðum þar sem veiran hefur komið upp og beitt markvissum aðgerðum. Það hafi tekist vel til framan af en svo hafi faraldurinn tekið aðra stefnu. „Okkur hefur tekist að halda í horfinu með því, en við höfum ekki náð að keyra þetta alveg niður. Við bundum vonir við það í síðustu viku, þá var kúrvan alveg niður á við en þá komu allt í einu þessi smit upp sem við erum að eiga við núna og þá verðum við að stíga næsta skref. Ég held það sé betri nálgun að reyna að gera þetta eins mildilega og mögulegt er en vera svo tilbúin að stíga stærri skref ef það gengur ekki.“ Undanþágurnar valda ósamræmi Ný reglugerð heilbrigðisráðherra nær ekki yfir starfsemi grunnskólanna en ljóst er að einhverjar takmarkanir verða í gildi varðandi þá. Til að mynda eru börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin tveggja metra reglu líkt og áður, en nú er miðað við fæðingarárið 2015 og seinna. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku að sögn menntamálaráðherra. Þórólfur segir meira um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt var. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur. „Núna erum við að reyna að gera þetta á einsleitan máta og eins skýrt og mögulegt er, og þá kemur það upp að sumum finnst kannski verið að beita suma of hörðum aðgerðum og aðra ekki. Ég held að það sé mikilvægt að gera þetta svona núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. 30. október 2020 12:06 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Ef yfirvöld þyrftu sífellt að bregðast við smitum á nýjum stöðum tæki lengri tíma að ná tökum á faraldrinum. „Það er mjög erfitt og myndi örugglega taka miklu lengri tíma að vera tína þetta inn mismunandi eftir svæðum. Að mínu mati er skynsamlegast að taka þetta bara allt í einu núna með leiftursókn og ná þessu niður og geta þá miklu fyrr slakað á aftur. Annars gætum við lent í því að vera að elta þetta fram og til baka, nákvæmlega eins og við höfum verið að gera,“ sagði Þórólfur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Undanfarið hafa harðari reglur verið í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið en landsbyggðina en frá og með miðnætti verður breyting þar á. Samkomur verða takmarkaðar við tíu manns, tveggja metra reglan verður áfram í gildi og aukin áhersla á grímunotkun. Þá verða allar sundlaugar lokaðar og íþróttastarf leggst af í bili. „Við höfum verið með harðari reglur hér á höfuðborgarsvæðinu en höfum verið að sjá núna undanfarið vaxandi útbreiðslu fyrir norðan og á fleiri stöðum. Ég held að þetta sé skynsamlegri leið.“ Kári alltaf viljað loka við „minnstu og fæstu smit“ Aðspurður um ummæli Kára Stefánssonar, sem sagði það sennilega hafa verið skynsamlegra að loka öllu eftir hópsýkingu á Irishman pub í síðasta mánuði, segir Þórólfur afstöðu Kára alltaf hafa verið þá að grípa eigi til harðra aðgerða umsvifalaust. Hann kjósi frekar að reyna að ná faraldrinum niður með minna íþyngjandi aðgerðum. „Kári hefur náttúrulega alltaf verið á því frá upphafi að vera mjög harður og loka bara við minnstu og fæstu smit, það hefur verið hans afstaða og allt í góðu lagi með það. Svo eru aðrir sem vilja gera sem minnst, en við höfum alltaf sagt að við viljum reyna að ná þessu niður með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er fyrir samfélagið,“ sagði Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir hertari aðgerðum. Hann segir yfirvöld hafa reynt að beina spjótum sínum að svæðum þar sem veiran hefur komið upp og beitt markvissum aðgerðum. Það hafi tekist vel til framan af en svo hafi faraldurinn tekið aðra stefnu. „Okkur hefur tekist að halda í horfinu með því, en við höfum ekki náð að keyra þetta alveg niður. Við bundum vonir við það í síðustu viku, þá var kúrvan alveg niður á við en þá komu allt í einu þessi smit upp sem við erum að eiga við núna og þá verðum við að stíga næsta skref. Ég held það sé betri nálgun að reyna að gera þetta eins mildilega og mögulegt er en vera svo tilbúin að stíga stærri skref ef það gengur ekki.“ Undanþágurnar valda ósamræmi Ný reglugerð heilbrigðisráðherra nær ekki yfir starfsemi grunnskólanna en ljóst er að einhverjar takmarkanir verða í gildi varðandi þá. Til að mynda eru börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin tveggja metra reglu líkt og áður, en nú er miðað við fæðingarárið 2015 og seinna. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku að sögn menntamálaráðherra. Þórólfur segir meira um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt var. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur. „Núna erum við að reyna að gera þetta á einsleitan máta og eins skýrt og mögulegt er, og þá kemur það upp að sumum finnst kannski verið að beita suma of hörðum aðgerðum og aðra ekki. Ég held að það sé mikilvægt að gera þetta svona núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. 30. október 2020 12:06 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. 30. október 2020 12:06
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13